Hlýja, einlægur áhugi og alúð hinna fullorðnu

Eineltisáætlun okkar, sem um 70 grunnskólar með helming allra grunnskólanemenda eru þátttakendur í, hvílir á nokkrum grunnatriðum: Í skólanum og á heimilum ríki a) Hlýja, einlægur áhugi á velferð barnanna og alúð hinna fullorðnu, b) Ákveðnir rammar séu gegn óviðunandi hegðun, c) Neikvæð viðurlög liggja við brotum á reglum – en þau eru hvorki niðurlægjandi…

Krakkarnir á leikskólanum Mýri fóru í útskriftarferð í tveggja hæða strætisvagni um Reykjavík. Ferðinni lauk við Arnarhól þar sem myndin var tekin. Flest ef ekki öll fara í fyrsta bekk í skóla sem eru þátttakendur í Olweusaráætluninni gegn einelti.

Elfa Hrönn Valdimarsdóttir og Halldóra Harðardóttur

Þemaverkefni listgreina í anda Olweusaráætlunar

Merkum áfanga er náð hjá þeim Elfu Hrönn Valdimarsdóttur og Halldóru Harðardóttur sem á myndinni skila lokaritgerð, en þær hafa ásamt Elísu Davíðsdóttur og Kolfinnu Mjöll Ásgeirsdóttur nýtt sér Olweusuaráætlunina til B.Ed -prófs við Kennaraháskóla Íslands. Ritgerðin fjallar um samþættingu listgreina þar sem áhersla er lögð á vinnubrögð í anda Olweusaráætlunarinnar. Ritgerðin er frumraun, forvitnileg…

Á yfirreið

Framkvæmdastjóri Olweusarverkefnsins er að vísitera í skólum og forvitnast um gengi verkefnisins. Það er gleðilegt að sjá hvernig eineltisverkefnið hefur styrkt skólastarf. Um þessar mundir eru skólastjórnendur að endurmeta stöðuna til þess að geta lagt upp í haust í ljósi reynslunnar í vetur. Í gær heimsótti ég Ólafsfjörð, Dalvík, Húsabakka, Árskógarskóla og Borgarhólsskóla á Húsavík.…

Ný könnun um einelti í 30 grunnskólum: Dregur úr einelti

Eineltið mælist helmingi minna í 8.-10. bekk en í 4.-7. bekk; 4,5% á móti 9,7%. Niðurstöðurnar byggja á svörum 6053 nemenda í grunnskólum sem hófu þátttöku í Olweusaráætluninni haustið 2004. Bendir ýmislegt til þess að nemendum líði betur á unglingastiginu en nemendum á miðstigi. 6% stráka í 8.-10. bekk segjast líka illa eða mjög illa…

Góð kynning fyrir foreldra í Vestmannaeyjum

Það ríkti mikil ánægja á fundi sem var haldinn sl. fimmtudag til að kynna foreldrum í Vestmannaeyjum Olweusarverkfnið. Helga Tryggvadóttir verkefnisstjóri beggja skólanna í Eyjum kynnti verkefnið og svaraði fyrirspurnum. Mikill áhugi er að láta verkefnið ná til samfélagsins í heild, en auk starfsfólks skólanna beggja, nemenda og foreldra, eru tugir starfsmanna sem vinna að…

Einelti fastur liður í kennaranámi í Svíþjóð

Sænska þingið samþykkti í morgun að framvegis verði nemum í kennaranámi kenndar aðgerðaráætlanir til að koma í veg fyrir einelti og hvernig glíma eigi við eineltið. Hægri flokkurinn í Svíþjóð hefur áður flutt tillögu um aðgerðir gegn einelti í anda aðgerðaráætlunar Olweusar sem framkvæmdar eru á Íslandi og hafa óskað eftir því að fá frekari…

Ótrúlegt: 100% þátttaka nemenda í Vopnafjarðarskóla

Nemendur í Vopnafjarðarskóla slógu öll met þegar könnun um einelti var lögð fyrir skólanum í vikunni. Allir nemendur í 4. – 10. bekk svöruðu um einelti og líðan, vinafjölda og annað sem spurt er um. Niðurstöðurnar í skólunum 37 sem tóku þátt verða slegnar inn beint á neti og tölvurannsóknarstofa Björgvinjarháskóla og Olweusarhópurinn í Björgvin…

Stóra nemendakönnunin um einelti. Yfir sjö þúsund þátttakendur

Í þessari viku er eineltiskönnunin lögð fyrir í fyrsta skipti í öllum þeim skólum sem byrjuðu í Olweusareineltisáætluninni síðastliðið haust. Búist er við að um 7200 nemendur svari könnuninni að þessu sinni, en en hún fer fram í 37 grunnskólum um allt land. Könnunin er lögð fyrir í öllum þeim grunnskólum sem hófu vinnu í…

Bardagaíþróttir – ofbeldisfullir drengir

Niðurstöður rannsókna Olweusarhópsins í Bergen í Noregi benda til þess að hnefaleikar og aðrar bardagaíþróttir séu gróðrarstía óæskilegrar hegðunar. Strákar sem æfðu reglulega á rannsóknartímanum sem var tvö ár voru mun ofbeldisfyllri og sýndu andfélagslega hegðun umfram þá sem ekki æfðu. Hjá strákum sem byrjuðu að æfa þessar íþróttir jókst ofbeldishegðun og hjá strákum sem…