Róttækar tillögur um eineltisaðgerðir: ALLIR SKÓLAR Í SVÍÞJÓÐ INNLEIÐI AÐGERÐARÁÆTLANIR GEGN EINELTI

Svíar ætla að skylda alla grunnskóla til að innleiða aðgerðaráætlanir sem byggja á niðurstöðum staðfestum í rannsóknum. Hafa sænskir fyrirmynd af aðgerðum á Íslandi og horft sérstaklega til árangurs í grunnskólum hér í Olweusarverkefninu gegn einelti og andfélagslegu atferli. Það er samfylking borgaralegu flokkanna sem leggja í dag fram ítarlega stefnu í menntamálum. Er skýr…

Fleiri skrifa um einelti

Þeim nemendum fjölgar sem skrifa um einelti í lokaritgerðum sínum í háskólanámi. Þá eru rannsóknarverkefni í gangi þar sem líðan nemenda – sérstaklega eineltið – er viðfangsefnið. Þetta á við nemendur í kennaranámi og í félagsvísindagreinum. Sérstaklega er eftirtektarvert að nemendur í leikskólanámi gefa eineltinu gaum, og er það í samræmi við þann áhuga sem…

Gleðileg jól

Við óskum öllum þeim sem taka þátt í Olweusarverkefninu gegn einelti gleðilegra jóla og gæfu á nýju ári. Árangur ykkar er sýnilegasti vitnisburður um hægt er að ná miklum árangri í baráttunni gegn einelti – og skapa þær aðstæður í skólum landsins að einelti þrífist ekki og bæta þannig líðan nemenda og allra sem vinna…

Olweusaráætlunin á Íslandi fyrirmynd í Svíþjóð

Dagens Nyheter greinir frá því á forsíðu netútgáfu sinnar í dag að Ísland sé fyrirmynd baráttunnar gegn einelti. Þar og í Noregi hafi árangur verið umtalsverður. Að beiðni sænska þingins (Riksdagen) sendi framkvæmdastjóri Olweusarverkefnisns á Íslandi greinargerð um aðgerðaráætlunina á Íslandi til þingsins. Hægfara flokkurinn (Moderaterna) í Svíþjóð óskaði eftir henni og það er í…

115000 tilvísanir!

Gríðarlegar upplýsingar er að finna á leitarvefum um Olweusarverkefnið. Sé slegið inn á slóðann http://www.google.com/search?q=olweus birtast 115000 tilvísanir (í dag) og þeim fjölgar óhemju. Það er því tilvalið fyrir þu sem eru á höttunum eftir efni að fara þessa leið. Fyrst til að forvitnast almennt en síðan má þrengja leitina. Til gamans má geta að…

Austurbæjarskóli

Ætíð er unnið samkvæmt Olweusarkerfinu við meðferð eineltismála.

Austurbæjarskóli hefur verið með frá byrjun í Olweusarverkefninu. Sérstakt eineltisteymi er í skólanum, en í því sitja námsráðgjafi, verkefnisstjóri skólans í Olweusarverkefninu og hjúkrunarfræðingur. Mjög góð reynsla hefur fengist af vinnu eineltisteymisins, segir Kristín Magnúsdóttir, kennari og verkefnisstjóri í Olweusarverkefninu. Í Austurbæjarskóla er starfandi ráðgefandi eineltisteymi sem er kennurum til stuðnings við úrlausn eineltismála. Hlutverk…

Foreldrar: Börnin óttast mest að fara í og úr skóla.

Börn í 4. -7. bekk sem lögð eru í einelti segja mörg að ofbeldið eigi sér stað á leið heim úr skóla. Eldri nemendur kvarta frekar undan því að eineltið verði á göngunum. Það á að vera hægt að læsa að sér á salernum í skólanum eins og heima. Hver fyrir sig og læst. Ekkert…