Helmingi fleiri stelpur en strákar segja eineltið hafa verið hræðilegt.

2% af stelpum í 5.-10. bekk í grunnskólum sem fylgja Olweusaráætluninni segja að einelti sem þær hafi lent í hafi verið hræðilegt. 1 % strákanna eru sama sinnis. 3,4% bætast við í stelpnahópinn séu tekin með svör þeirra sem segja að eineltið hafi verið vont og særandi. 1,5% strákanna eru í þessum hópi. Stelpurnar kvarta mest undan…

Mikið einelti hefur neikvæð áhrif á námsárangur allra nemenda!

Mikið einelti hefur áhrif á námsárangur hjá báðum hópum nemenda; þeim sem verða fyrir einelti og þeim sem ekki voru lögð í einelti. Ástæðan er að einelti “smitar ” allt umhverfið. Námsárangurinn er einfaldlega lakari þar sem einelti grasserar. Námsumhverfið smitast og árangur verður slakari hjá öllum nemendum í slíkum skóla. Í norsku rannsókninni var búið…

Kanna ber reglulega einelti í framhaldsskólunum.

Reglugerð um “ábyrgð  og skyldur aðila skólasamfélagsins í framhaldsskólum” tók gildi í apríl 2016. Sambærileg reglugerð fyrir grunnskólann hefur verið í gildi frá 2011. Sérstakur kafli er um starf framhaldsskólanna gegn einelti. Skólar eiga að setja sér aðgerðaráætlun gegn einelti “með virkri forvarnar- og viðbragðsáætlun …” Þá skal skal kanna reglulega “eðli og umfang eineltis” í skólunum.  Með reglugerðinni fyrir…

Allir mikilvægustu þættirnir eru í Olweusaráætluninni

Rannsakendur við Cambridgeháskóla á Englandi hafa lagt mat á aðgerðaráætlanir gegn einelti (Effectiveness of school-based programs to reduce bullying: a systematic and meta-analytic review). Athygli vekur að aðgerðir í ætt við Olweusaráætlunina eru áhrifaríkastar. Þá er upptalningin á hvaða atriði skipta mestu máli – er öll að finna í Olweusaráætluninni: “The most important program elements…

Stúlkum í unglingastigi líkar verr í skóla

Í árlegri eineltiskönnun okkar í “Olweusarskólum” á Íslandi kemur m.a. í ljós að stúlkum á unglingastigi (í 8.-10. bekk) líkar verr í skólanum. Í eineltisrannsókn okkar 2011 var hlutfallið 1,9% sem sagði að þeim liði illa eða mjög illa í skólanum en í nóvemberkönnun 2015 eru 5% eða tuttugasta hver stúlka sem líkar illa eða…

“Við lítum ekki á okkur sem gerendur”

(90)210 Garðabær, er leikrit eftir Heiðar Sumarliðason, sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu.   Í viðtali við Stundina segir höfundurinn m.a. „”Við lítum ekki á okkur sem gerendur. … Mig langaði að skrifa um kúgun og þöggun. Ég vildi búa til sögusvið þar sem ekki mætti tala um ákveðinn atburð og fólk alltaf að reyna að…

“Någon form av frökenfotboll verkar passa danskarna bäst”

Talsmáti í íþróttunum hefur oftar en ekki borið sterk einkenni af niðurlægingu. Einelti í íþróttum er viðurkennt fyrirbæri. Í dag 17. nóvember leika danskir mikilvægan landsleik í fótbolta gegn sænskum. Fyrirsögnin er frá 1939, en fyrir öld tapaði sænska landsliðið fyrir því danska 8:0. Þá var talað um að það danska hefði “dúndrað” Svíana niður.…

“Vona að betur verði tryggt að tekið sé skipulega, faglega og af festu á einelti, kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum”

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur sett nýja reglugerð sem kveður á um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Öllum vinnustöðum verður  skylt að gera áætlun um aðgerðir til að sporna við þessum þáttum og um viðbrögð ef á reynir. Athygli vekur að atvinnurekanda verður skylt að gera áhættumat. Á…

Erfið samskipti stúlkna – leið til lausna! Öflugt námskeið í boði.

Samskipti stúlkna í skóla geta verið flókin. Hvernig má hjálpa þeim að bæta samskipti sín í milli? Hvernig fara skilaboðin fram í stelpnahópi – árið 2015? Getum við komið í veg fyrir að samskiptin þróist í einelti? Ingibjörg Auðunsdóttir sérfræðingur á Miðstöð skólaþróunar við HA, ingibj@unak.is og Helga Halldórsdóttir deildarstjóri Glerárskóla á Akureyri, helgahalldors@akureyri.is  halda starfstengt námskeið…

Einelti meginástæða brotthvarfs úr skóla.

Í gærkvöldi var eftirtektarvert viðtal í Ríkissjónvarpinu við Sigrúnu Harðardóttur, lektor við HÍ um aðstöðu þeirra nemenda sem eru á almennum brautum í framhaldsskólanum. Í doktorsrannsókn sinni komst hún að því að einungis sjötti hver nemandi sem glímdi við námsvanda hafði lokið námi að fjóru og hálfu ári liðnu. Sigrún kallar eftir því að framhaldsskólinn sinni…