Olweusaráætlunin gegn einelti skipar ákveðinn sess meðal verkefna sem beitt er gegn andfélagslegri hegðun og fyrir bættum skólabrag. Olweusaráætlunin er heildstæð og nær til allra kima skólasamfélagsins. Hún hefur það í sér sem rannsóknir segja nauðsynlegt eigi að ná árangri; kallar alla til kerfisbundinna verka, starfsmenn skóla, nemendur og forráðamenn nemenda. Þá teygir hún anga sinna til samfélagsins í kring, til grenndarsamfélagsins eftir mætti. Á hverju ári er tekin ærlegur púls í skólasamfélagsinu með ýtalegri könnun (réttara að kalla hana rannsókn). Leitast er við með könnuninni að draga upp ærlega mynd af skólasamfélaginu eins og nemendur leggja mat á.

Olweusaráætlunin leggur áherslu á að það sé fyrst og fremst á ábyrgð hinna fullorðnu að árangur náist. Hinir fullorðnu í skóla og á heimili mynda  þá umgjörð sem nauðsynleg er. Að skólabragur og bekkjarandi styðji og styrki nemendur og skapi þeim öryggi. Bekkjarfundirnir eru trúnaðarfundir umsjónarkennara með nemendum sínum. Í bekknum er hægt að taka sem fyrst á eineltistilhneigingum og öðru óæskilegu atferli áður en það er orðið mikið að vöxtum. Þá eru nemendur æfðir í að setja sig í spor annarra og efla með þeim samkennd og samhug. Bekkjarfundi á að halda einu sinni í viku og þeir eiga að vera í stundaskrá nemenda. Mælt er með því að umsjónarkennari haldi bekkjafund í fyrsta sinni þegar hann/hún hefur áttað sig á því landið liggur í bekknum; að kennarinn getið “lesið” bekkinn.