Við hefjum hvern dag á morgungöngu. Bæði nemendur og starfsfólk, Við erum sannfærð um að það auki vellíðan og kalli fram gleðihormón í líkama og sál.

„Fólk hefur sýnt samstöðu, þolinmæði og skilning,“ segir Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir, skólastjóri í Þelamerkurskóla í Hörgársveit um skólahald á þessum víðsjárverðu tímum. Ragnheiður Lilja segir að það hafi verið einstakt að fylgjast með lausnamiðuðu og skapandi fólki, bæði starfsfólki og nemendum. „Í fyrstu bylgjunni kaus einhver hópur nemenda að vera heima í sjálfsskipaðri sóttkví skv. ákvörðun foreldra og hér í skólanum töluðu krakkarnir um að þeim liði vel. Það var meiri ró yfir öllu og meira flæði í náminu.“

https://www.thelamork.is/static/strevda/1601643544-kartoflur.jpg

Hvorki stundataflan né skólabjallan eru í aðalhlutverki í skólanum.

„Við nýttum okkur reynslu vorsins og lögðum okkur fram um að auka flæði og minnka áreiti á nemendur sem vill skapast með skipulagi okkar fullorðna fólksins, svo sem stundatöfluskipulagi eða sívælandi skólabjöllu.  Við höldum áfram að horfa í hvar við getum bætt okkur,“ segir Ragnheiður Lilja. „Það er margt gott hægt að taka með sér úr annars slæmu ástandi – og þó að veiran færist smátt og smátt nær okkur. Hér er stöðugleiki og góðar mætingar allra ennþá allavega! Fólki hefur liðið held ég ótrúlega vel miðað við aðstæður. Fólk sýnir yfirvegun og skynsemi og virðist líða ágætlega miðað við aðstæður. Við hefjum líka hvern dag á morgungöngu, svokallaðri mílu, bæði nemendur og starfsfólk. Við erum sannfærð um að það auki vellíðan á margvíslegan hátt og kalli fram gleðihormón í líkama og sál.“