Árangurinn er líka frábær

Miklar áskoranir!

Það eru miklir óvissutímar framundan. Hætt er við að mörg börn séu ein og útundan. Nú sem fyrrum er skólinn í brennidepli. Kórónafjölskyldunni fylgir ótti og hætta á einangrun. Ábyrgð hvílir á fullorðna fólkinu, kennurum og öðru starfsfólki og forráðamönnum nemenda. Nemendur þurfa að geta leitað til hvaða starfsmanns sem er – um stuðning. Vinátta…

Um Olweusaráætlunina

Verkefnastjóri er fræðilegur ráðgjafi í Olweusaráætluninni. Í Olweusaráætluninni er stuðst við mikilvæg atriði. Þau mynda grunn að mati okkar hverju sinni: 1) Umræðuhópar – sem í eru starfsmenn skólans – koma saman fjórum sinnum eða oftar á skólaárinu. Lagt er á ráðin og lagt mat á starf okkar gegn einelti, fyrir bættum brag og um…

Græni kallinn baðaður í blómum!

8. nóvember í Grenivík ] “Hér í Grenivíkurskóla hittumst við á samveru. Ég talaði um daginn í dag, mikilvægi þess að vera umhugað um aðra og mikilvægt að eiga vini,” segir Heiða Björk Pétursdóttir, verkefnastjóri Olweusaráætlunarinnar í  Grenivíkurskóla. “Nemendur í 1. bekk og nýir kennarar settu blóm á græna kallinn okkar á veggnum (sem við…

Verkefnisstjóri er í lykilhlutverki í Olweusaráætluninni.

Verkefnastjórar. Þegar skóli sækir um þátttöku í Olweuaráætluninni er verkefnastjóri tilnefndur. Hann/hún er faglegur leiðbeinandi í skólanum. Verkefnastjóri er innritaður á námskeið verkefnastjóra sem tekur tvö ár í átta staðlotum, samtals 11 daga. Verkefnastjóri hefur umsjón með uppfræðslu starfsmanna og er skólastjórnendum til halds og trausts við innleiðingu áætlunarinnar. Verkefnastjóri getur verið starfsmaður utan skóla…

Ekki hætta of snemma!

Gætum þess að fylgjast með og aðstoða nemendur. Hvenær líður barninu orðið vel? Ekki hætta of snemma! 1) Fylgjumst með þó að einelti sé hætt (að okkar mati). 2) Félagsþjónustan kann að þurfa að koma inn að máli. 3) Skólinn áttar sig ekki á hvaða aðstoð er aðkallandi. 4) Nemandi vill ekki taka lengur þátt.…

Skiptir miklu máli

Rannsóknir leiða í ljós að það sem skipti miklu máli:     Eineltisáætlun sé fjölþætt (taki á fjölmörgum þáttum) Að það ríki trúnaður við verkefnið sem slíkt, Að það sé samstaða í skólasamfélaginu og Að það sé litið fram á veginn – líka um ókominn veg. Olweusaráætlunin er ekki átak sem lýkur einn góðan veðurdag.…

Eineltiskönnun í gangi í Olweusarskólum

Eineltiskönnun meðal allra nemenda í skólum sem fylgja Olweusaráætlunin er nú í gangi. Síðast tóku 6200 nemendur könnunina og þátttaka var 94% í 5.-10. bekk. Könnunin (sem réttara er að kalla rannsókn) veitir okkur mikilvægar upplýsingar um mat nemenda á aðstæðum sínum í skólanum. Niðurstöðurnar varpa ljósi á hvernig til hefur tekist í skólahaldi; hvernig…