Sl. fimmtudag og föstudag var námslota fyrir verkefnastjórana sem hófu nám í Olweusarfræðunum haustið 2018. Augljóst er að það er mikill hugur í verkefnastjórum og kraftur. Meðal þess sem við tókum sérstaklega fyrir var fræðsla um bekkjarfundi og æfing. Þá gátu fleiri komist að og var gleðilegt að sjá annað starfsfólk úr skólunum æfa sig. Sigríður Ingadóttir, sérfræðingur hjá Háskólanum á Akureyri, hélt utan um þennan þátt. Þá miðlaði Sigrún Ágústsdóttir, fyrrverandi verkefnastjóri af reynslu sinni af samskiptum skóla og foreldra.

Undirritaður rakti svo hvernig lesa má úr eineltiskönnuninni (h2018) með mestum árangri. Hvet ég skóla til að nálgast niðurstöðurnar í viðkomandi skóla. Ég er líka til taks að senda ykkur niðurstöðurnar. Og að leiðbeina um greiningu á niðurstöðunum.

 

Verum í sambandi.

Bkv. Þorlákur