Í kjölfar eineltiskönnunarinnar:

Stærstur hluti fundarins fer í að ræða líðan nemenda í skólanum, þá er verið að horfa á almenna líðan og félagslega stöðu. Foreldrar, ásamt umsjónarkennurum, sitja í hring eins og nemendur gera á bekkjarfundum. Hver og einn fær tækifæri til að tjá sig og hlusta á hina.

Mikilvægar upplýsingar fást í eineltiskönnuninni sem lögð er fyrir á hverju ári. Mikilvægt er að skólar vinni vel úr henni og nýti sér niðurstöðurnar til að endurskoða ýmsa þætti í samfélagi skólans. Hér er gott dæmi úr Öldutúnsskóla í Hafnarfirði sem nýtir sér sömu aðferðir og tíðkast meðal nemenda á bekkjarfundum.

Foreldrarnir kynnast vinnubrögðunum og segja má að fari í hlutverk nemenda. Hér er frásögn af heimasíðu Öldutúnsskóla:

Líðan fundir – mikilvægir fundir

7.3.2018 

Árlega er lögð fyrir nemendur í 4. – 10. bekk eineltiskönnun og var hún lögð fyrir að þessu sinni í lok nóvember. Búið er að fara yfir niðurstöður könnunarinnar með starfsfólki skólans og umsjónarkennarar fóru í framhaldinu yfir niðurstöðurnar með sínum hópum.

Þessar vikurnar eru foreldrar boðaðir til morgunfundar með öðrum foreldrum úr bekknum/árganginum. Á þessum fundum fer fulltrúi úr eineltisráði yfir helstu niðurstöður könnunarinnar, en stærstur hluti fundarins fer í að ræða líðan nemenda í skólanum, þá er verið að horfa á almenna líðan og félagslega stöðu. Foreldrar, ásamt umsjónarkennurum, sitja í hring eins og nemendur gera á bekkjarfundum. Hver og einn fær tækifæri til að tjá sig og hlusta á hina.

Þetta er fimmta árið sem þessi háttur er hafður á og hefur reynst mjög vel.

Þetta er vettvangur fyrir foreldra til að hittast og ræða í einlægni við aðra foreldra um líðan barnsins síns í skólanum og er því  afar mikilvægt að fulltrúi frá hverju barni mæti til boðaðs fundar, en umsjónarkennara bjóða til fundanna.