Við tölum um EINELTI þagar einstaklingur verður aftur og aftur fyrir neikvæðu og óþægilegu áreiti eins eða fleiri og viðkomandi á erfitt með að verja sig.

Um getur verið að ræða grín, högg eða spörk, uppnefni eða blótsyrði, niðurlægjandi og háðslegar athugasemdir, hótanir og rógburður sem er til þess ætlað að láta öðrum líkja illa við viðkomandi. Það er líka einelti ef stríðni er endurtekin og sá sem verður strítt hefur sýnt að sér mislíki. Einelti getur verið beint eð óbeint. Neteinelti getur tekið á sig ýmsar myndir, t.d. að einstaklingur er niðurlægður, er útilokaður frá félagahópnum og ýmsum brögðum er beitt til að koma í veg fyrir að maður eignist vini.

Í hnotskurn:

  • Endurtekið neikvætt/illgirnislegt atferli eins eða fleiri einstaklinga sem beinist gegn ákveðnum einstaklingi sem á erfitt með verja sig
  • Neikvætt/”Illgirnislegt” atferli
  • Endurtekning í nokkurn tíma
  • Aflsmunur (strákar), stelpur oft félagslega sterkari
  • Einelti er ekki sjúkdómur
  • – Við erum ekki að stimpla einstaklinga!