Af hverju segja ekki allir frá ef þau lenda í einelti?

Fjórði hver nemandi í 5.-10. bekk sem er lagður í einelti segir engum frá því. Strákar enn síður en stelpur. Þetta eru niðurstöður í stóru eineltiskönnuninni sem lögð hefur verið fyrir nemendur í Olweusarskólum í vetur. Þetta er að vísu hærri tala en þekkist – en við viljum að allir segi einhverjum fullorðunum frá.

En hvað gæti skýrt það að nemendur á Íslandi segir frekar einhverjum fullorðnum frá en nemendur í öðrum löndum?

  • Eitt er kynferðið. Stelpur segja frekar frá en strákar og vissar niðurstöður hjá okkur benda til mjög áhrifaríks árangurs af vinnu skólanna gegn einelti. Sérstaklega er eftirtektarverður árangur í níunda og tíunda bekk. Það hefur augljóslega verið unnið með það í huga að nemandendur geti treyst því að unnið verði í málum sem komast upp.
  • Við höfum brýnt það mjög fyrirr skólum að vinna gegn eienlti sé ekki eitthvað sem leysist á einni nóttu. Það krefjist stöðugrar vinnu og í mörgum tilvikum yfir lengra tímabil.
  • Þá er mikilvægt að kennarar og annað starfsfólk gefi það ótvírætt til kynna að einelti sé ekki liðið. Nemandi sjái það í allri athöfn að það sé ekki liðið. Þetta gildir um hvern einstakan starfsmann – ekki bara að heildin lýsi því yfir.
  • Nemandi skynji það að umsjónarkennarinn og aðrir starfsmenn styðji viðkomandi og verndi skilyrðislaust.

ÞHH