Reglugerð um “ábyrgð  og skyldur aðila skólasamfélagsins í framhaldsskólum” tók gildi í apríl 2016. Sambærileg reglugerð fyrir grunnskólann hefur verið í gildi frá 2011. Sérstakur kafli er um starf framhaldsskólanna gegn einelti. Skólar eiga að setja sér aðgerðaráætlun gegn einelti “með virkri forvarnar- og viðbragðsáætlun …” Þá skal skal kanna reglulega “eðli og umfang eineltis” í skólunum.  Með reglugerðinni fyrir framhaldsskólann er stigið mikilvægt skref. Reynslan úr grunnskólann er tvímælalaust jákvæð. Hægt er nálgast reglugerðirnar á vef mennt- og menningarmálaráðuneytisins, mrn.is.

Rannsóknir leiða í ljós að bestum árangri megi ná ef um er að ræða margþættar aðgerðir og fjölbreytta vinnu í eineltismálum, að áætlanirnar séu heildstæðar og að þær nái um allt skólasamfélagið.