Í árlegri eineltiskönnun okkar í “Olweusarskólum” á Íslandi kemur m.a. í ljós að stúlkum á unglingastigi (í 8.-10. bekk) líkar verr í skólanum. Í eineltisrannsókn okkar 2011 var hlutfallið 1,9% sem sagði að þeim liði illa eða mjög illa í skólanum en í nóvemberkönnun 2015 eru 5% eða tuttugasta hver stúlka sem líkar illa eða mjög illa í skólanum. Þessu tengt segjast 10,9% stúlkna í 8.-10. bekk að þær óttist að verða lagðar í einelti af samnemendum. 6,5% svöruðu á sama hátt í eineltiskönnuninni 2011. Kannanir hafa gefið til kynna að kvíði meðal stúlkn a hafi aukist.

Ekki er að sjá að sama vera uppi á teningnum hjá piltunum. Þar er ekki um samfellda þróun að ræða til verri vegar eins og hjá stúlkunum.
ÞHH

“Hvernig líkar þér að vera í skólanum?”
(Byggt er á svörum nemenda allra þeirra skóla sem leggja könnunina fyrir hverju sinni)

8.-10. bekk Landsmeðaltal
Líkar illa eða mjög illa í skóla
Stelpur Strákar
h2015 5,0% 4%
h2014 4,0% 3,2%
h2013 3,6% 3%
h2012 2,7% 3,9%
h2011 1,9% 4,0%