Ýma tröllastelpa komin til allra í 1. bekk!

Nú ættu allir fyrstu bekkingar grunnskóla landsins að vera komnir með bókina „Ýma tröllastelpa – Ég vil fá að vera ég sjálf“ í hendurnar. Þetta er 13. árið í röð sem Prentmet gefur út þetta verkefni sem er í samstarfi við Olweusaráætlunina gegn einelti.  Alls voru gefnar 6.000 bækur í ár.  Tilgangurinnn með verkefninu er…

2007-2014: Árangur 30-60% betri 2014!

Þátttaka í eineltiskönnuninni skólaárið 2014-2015 var 95% í 5. -1 0. bekk.  Einelti mælist í 5. -10 bekk 4,8% árið 2014. 1,1% af nemendum viðurkenna að þau séu að þau hafi lagt aðra í einelti. Miklu færri segja 2014 en 2007 að umsjónarkennari geri lítið eða ekkert til koma í veg fyrir einelti, færri börnum líður illa…

Einelti mælist 4,8% í 5. – 10. bekk í Olweusarskólum.

Einelti í grunnskólum sem fylgja Olweusaráætluninni gegn einelti mælist 4,8% í 5. – 10. bekk. Eineltið er hærra meðal stráka en stelpna nema í 8. og 9. bekk. Mikill munur er á niðurstöðum í ár miðað við árin fyrir hrun. Þá mælist einelti lægra í skólum í Reykjavík í samanburði við meðaltal í grunnskólum utan höfuðborgarinnar.…

Sameiginlegur fundur verkefnastjóra 10. apríl

Sameiginlegur fundur verkefnastjóra í Olweusaráætluninni var haldinn 10. apríl. 24 sóttu fundinn. Meðal þess sem var til umfjöllunar var einelti og samskipti meðal stelpna. Erla Guðjónsdóttir, fyrrum skólastjóri í Öldutúnsskóla hafði framsögu. Vaxandi áhersla er í Olweusarskólunum á aðstæður stúlkna og samskiptamunstur. Í næstliðinni eineltiskönnun (haustið 2013) mældist eineltið hærra meðal stelpna en pilta í…

Námslota verkefnastjóra 17. apríl 2015

18 verkefnastjórar eru á námskeiði sem er liður í uppbyggingu áætlunarinnar í hverjum skóla. Námsloturnar verða 8 sem teygja sig yfir tvö ár. Þetta eru kennarar, sjúkraþjálfara, náms- og skólafélagsráðgjafar og skólastjórnendur. Verkefnastjórar gegna lykilhlutverki í Olweusaráætluninni. Þeir eru faglegir leiðbeinendur.

18 nýir verkefnastjórar

Í haust hófu 18 verkefnastjórar nám í Olweusarfræðunum. Námstíminn teygir sig yfir 2 ár. 8 staðbundnar lotur. 16. janúar sl. var fjórða lota. Áhersla var á túlkun niðurstaðna í eineltiskönnuninni sem tekin var í skólunum sem fylgja Olweusaráætluninni og eru virkir. Könnunin er lögð fyrir í skólunum í nóvember hvert ár. Fyrir nemendur í 4.…

Öryggishandbók grunnskóla

Öryggishandbók grunnskóla Handbókin er unnin í samvinnu mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga með hliðsjón af reglugerð um gerð og búnað grunnskólahúsnæðis og skólalóða nr. 657/2009. Í reglugerðinni segir að sveitarstjórn skuli útbúa handbók fyrir starfsfólk grunnskóla með leiðbeinandi reglum um öryggi barna og slysavarnir í grunnskólum. Leiðbeiningar þessar skulu grundvallaðar á gildandi lögum…

Sameiginlegur fundur allra verkefnastjóra á mánudag, 17. mars

Ég ætla að leggja út af niðurstöðum í könnunum okkar. Sérstaklega þeirri síðustu með hliðsjón af því sem lesa má út úr henni. Hvernig getum við nýtt okkur niðurstöðurnar til greiningar á ástandinu, til viðhalds góðu ástandi og til betrumbóta. Hér kallar skólabragur og bekkjarandi m.a. Hvað segja niðurstöðurnar okkur? Þá eru atriði í niðurstöðunumsem…

Fundur verkefnastjóra á mánudag, 17. mars

Opinn fundur verkefnastjora er haldinn tvisvar á ári eða oftar. Greint er frá stöðu mála í hverjum skóla. Að þessu sinni fjöllum við sérstaklega um niðurstöðu könnunarinnar. Hvernig getum við nýtt okkur niðurstöðurnar til greiningar á ástandinu, til viðhalds góðu ástandi og til betrumbóta. Hér kallar skólabragur og bekkjarandi m.a. Hvað segja niðurstöðurnar okkur? ÞHH…