Í haust hófu 18 verkefnastjórar nám í Olweusarfræðunum. Námstíminn teygir sig yfir 2 ár. 8 staðbundnar lotur. 16. janúar sl. var fjórða lota. Áhersla var á túlkun niðurstaðna í eineltiskönnuninni sem tekin var í skólunum sem fylgja Olweusaráætluninni og eru virkir. Könnunin er lögð fyrir í skólunum í nóvember hvert ár. Fyrir nemendur í 4. – 10. bekk. Svarhlutfall var nú  95%. Niðurstöður liggja fyrir á allra næstu dögum. Þó liggur það fyrir að einelti hefur minnkað frá því fyrir hrun um meira en helming. Starfsfólk skóla hefur lagt sig fram um að fylgja áherslum Olweusaráætlunarinnar. Hvort sem um er að ræða forvarnarvinnuna eða úrvinnslu eineltismála. ÞHH