Hlýja, einlægur áhugi og alúð hinna fullorðnu

Eineltisáætlun okkar, sem um 70 grunnskólar með helming allra grunnskólanemenda eru þátttakendur í, hvílir á nokkrum grunnatriðum: Í skólanum og á heimilum ríki a) Hlýja, einlægur áhugi á velferð barnanna og alúð hinna fullorðnu, b) Ákveðnir rammar séu gegn óviðunandi hegðun, c) Neikvæð viðurlög liggja við brotum á reglum – en þau eru hvorki niðurlægjandi…