Fréttir

Auk foreldra sátu stjórnendur skólamála í Vestmannaeyjum fundinn og ábyrgðarmenn verkefnisins í skólunum.

Það ríkti mikil ánægja á fundi sem var haldinn sl. fimmtudag til að kynna foreldrum í Vestmannaeyjum Olweusarverkfnið. Helga Tryggvadóttir verkefnisstjóri beggja skólanna í Eyjum kynnti verkefnið og svaraði fyrirspurnum. Mikill áhugi er að láta verkefnið ná til samfélagsins í heild, en auk starfsfólks skólanna beggja, nemenda og foreldra, eru tugir starfsmanna sem vinna að barna- og unglingastarfi þátttakendur í verkefninu. Á fundinum ríkti einhugur um að allir tækju höndum saman um að úthýsa eineltinu og rækta skólabrag þar sem eineltið þrífst ekki.

Auk foreldra sátu stjórnendur skólamála í Vestmannaeyjum fundinn og ábyrgðarmenn verkefnisins í skólunum.
Myndin sýnir Helgu Tryggvadóttur, verkefnisstjóra Olweusarverkefnisisn í Vestmananeyjum kynna helstu þætti og áherslur Dans Olweusar prófessors í eineltisaðgerðum.