Fréttir

Eineltið mælist helmingi minna í 8.-10. bekk en í 4.-7. bekk; 4,5% á móti 9,7%. Niðurstöðurnar byggja á svörum 6053 nemenda í grunnskólum sem hófu þátttöku í Olweusaráætluninni haustið 2004. Bendir ýmislegt til þess að nemendum líði betur á unglingastiginu en nemendum á miðstigi. 6% stráka í 8.-10. bekk segjast líka illa eða mjög illa í skólanum en 11% stráka í 4.-7. bekk. Sambærilegar tölur hjá stelpunum eru 4% og 6,1%. Um er að ræða verulegan árangur í þeim sem skólum sem hafa fylgt Olweusaráætluninni gegn einelti, en í þeim skólum eru 23 þúsund nemendur eða helmingur allra grunnskólanemenda í landinu.

Ætla má að fjögur þúsund börn á grunnskólaaldri þurfa að búa við einelti og meira en helmingur hafi mátt þola það eitt ár eða lengur. Miklar væntingar eru bundnar við Olweusaráætlunina enda leiddu markviss vinnubrögð í skólunum sem hófu þátttöku 2002 að það dró úr einelti um rúmlega þriðjung þegar eftir aðeins árs vinnu í aðgerðaráætluninni.
68% nemenda segjast vera lagðir í einelti af einum nemenda eða 2-3. Stelpurnar verða fyrir einelti bæði frá stelpum og strákum en strákarnir nær einvörðungu frá strákum. 88% stelpnanna segja frá því ef þær eru lagðar í einelti en 79% strákanna. Fleiri strákar en stelpur segjast leggja aðra í einelti en stelpurnar telja frekar að fullorðnir í skólanum geri eitthvað í málunum en strákarnir.
Þegar spurt er hvar nemendur séu lagðir í einelti svara yngstu börnin að skólalóðin sé hættulegust, en í eldri deildum að það sé á göngum. Meira en helmingur nemdna í 8.-10. bekk sem segjast vera lögð í einelti hafa orðið fyrir einelti í eitta ár eða lengur.
Fjölmargar aðrar greinargóðar upplýsingar fást um eineltið eftir kynjum og aldri.