FréttirElfa Hrönn Valdimarsdóttir og Halldóra Harðardóttur
Elfa Hrönn Valdimarsdóttir og Halldóra Harðardóttur

Elfa Hrönn Valdimarsdóttir og Halldóra Harðardóttur

Merkum áfanga er náð hjá þeim Elfu Hrönn Valdimarsdóttur og Halldóru Harðardóttur sem á myndinni skila lokaritgerð, en þær hafa ásamt Elísu Davíðsdóttur og Kolfinnu Mjöll Ásgeirsdóttur nýtt sér Olweusuaráætlunina til B.Ed -prófs við Kennaraháskóla Íslands. Ritgerðin fjallar um samþættingu listgreina þar sem áhersla er lögð á vinnubrögð í anda Olweusaráætlunarinnar. Ritgerðin er frumraun, forvitnileg og skemmtilegt dæmi um hvernig hægt er að flétta saman vinnubrögð í eineltisáætluninni við einstaka námsgreinar.

Lokaritgerðir í háskóla þar sem stuðst er við aðferðir Olweusar fjölgar smám saman. Eina slíka unnu fjórar stöllur í Kennaraháskóla Íslands undir handleiðslu framkvæmdastjóra Olweusarverkefnisins. Leggja þær til kennsluáætlun fyrir listgreinar og að samhæfa þær við Olweusaráætlunina. Lögð er áhersla á öflugt samstarfs heimilis og skóla og mikla samvinnu kennara og annarra starfsmanna sem koma að kennslu viðkomandi bekkjardeilda.

Hægt er að nálgast ritgerina á bókasafni Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð í Reykjavík.