Góð kynning fyrir foreldra í Vestmannaeyjum

Það ríkti mikil ánægja á fundi sem var haldinn sl. fimmtudag til að kynna foreldrum í Vestmannaeyjum Olweusarverkfnið. Helga Tryggvadóttir verkefnisstjóri beggja skólanna í Eyjum kynnti verkefnið og svaraði fyrirspurnum. Mikill áhugi er að láta verkefnið ná til samfélagsins í heild, en auk starfsfólks skólanna beggja, nemenda og foreldra, eru tugir starfsmanna sem vinna að…

Einelti fastur liður í kennaranámi í Svíþjóð

Sænska þingið samþykkti í morgun að framvegis verði nemum í kennaranámi kenndar aðgerðaráætlanir til að koma í veg fyrir einelti og hvernig glíma eigi við eineltið. Hægri flokkurinn í Svíþjóð hefur áður flutt tillögu um aðgerðir gegn einelti í anda aðgerðaráætlunar Olweusar sem framkvæmdar eru á Íslandi og hafa óskað eftir því að fá frekari…

Ótrúlegt: 100% þátttaka nemenda í Vopnafjarðarskóla

Nemendur í Vopnafjarðarskóla slógu öll met þegar könnun um einelti var lögð fyrir skólanum í vikunni. Allir nemendur í 4. – 10. bekk svöruðu um einelti og líðan, vinafjölda og annað sem spurt er um. Niðurstöðurnar í skólunum 37 sem tóku þátt verða slegnar inn beint á neti og tölvurannsóknarstofa Björgvinjarháskóla og Olweusarhópurinn í Björgvin…

Stóra nemendakönnunin um einelti. Yfir sjö þúsund þátttakendur

Í þessari viku er eineltiskönnunin lögð fyrir í fyrsta skipti í öllum þeim skólum sem byrjuðu í Olweusareineltisáætluninni síðastliðið haust. Búist er við að um 7200 nemendur svari könnuninni að þessu sinni, en en hún fer fram í 37 grunnskólum um allt land. Könnunin er lögð fyrir í öllum þeim grunnskólum sem hófu vinnu í…

Bardagaíþróttir – ofbeldisfullir drengir

Niðurstöður rannsókna Olweusarhópsins í Bergen í Noregi benda til þess að hnefaleikar og aðrar bardagaíþróttir séu gróðrarstía óæskilegrar hegðunar. Strákar sem æfðu reglulega á rannsóknartímanum sem var tvö ár voru mun ofbeldisfyllri og sýndu andfélagslega hegðun umfram þá sem ekki æfðu. Hjá strákum sem byrjuðu að æfa þessar íþróttir jókst ofbeldishegðun og hjá strákum sem…

Gott og farsælt ár í Olweusaráætluninni

Olweusarverkefnið gegn einelti og andfélagslegu atferli er nú að sigla inn á þriðja árið. Það er sérstaklega eftirtektarvert að þeir skólar sem hófu þátttöku 2002 voru vel undirbúnir að taka á móti nemendum að loknu verkfalli í desember sl. Þjálfað eftirlitskerfi reyndist góð umgjörð og veitti nemendum góðan styrk – ekki síst þeim sem eiga…

Þú getur líka lent í Netinu

Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna hefur gefið út glæsilegt veggspjald sem sent er í alla skóla. Það er unnið í samstarfi við nemendur í Hagaskóla vorið 2004. Texti er eftir Ásgerði Snævarr og Dóru Sif Ingadóttur, en Sunna Örlygsdóttir hannaði veggspjaldið. Þetta eru einkunnarorðin: Orð er fugl: Þegar því hefur verið sleppt getur enginn náð því…

Ráðstefna um einelti

Í dag verður haldin ráðstefna á Nordica hótelinu í Reykjavík um einelti á Íslandi. Flutt verða nokkur erindi auk umræðna í lok ráðstefnunnar. Auk þess munu fulltrúar þeirra aðila sem standa að ráðstefnunni kynna sín samtök, en það eru Eineltissamtökin, Regnbogabörn og Miðbæjarsamtökin.

Foreldrakvöld um einelti

Mikilvægar samræður um einelti er fyrirsögn Morgunblaðsins um foreldrakvöld sem verður í stofu H207 í nýbyggingu Kennaraháskólans annað kvöld kl. 20. Frummælendur verða Sólveig Karvelsdóttir lektor við KHÍ og Þorlákur H. Helgason framkvæmdstjóri Olweusaráætlunarinnar á Íslandi. Umfjöllunarefni fundarins er einelti. Sólveig Björg Kristinsdóttir forstöðumaður Símenntunarstofnunar Kennaraháskólans segir í viðtali við Morgunblaðið að það brenni á…

Nemendur úr Engebråtenskóla í Osló í heimsókn

Velkomnir, nemendur úr tíunda bekk í Engebråtenskóla í Osló sem eru í heimsókn í Reykjavík. Skólinn sem er byggður 1997 er stærsti unglingaskóli í Osló með 620 nemendum. Tommy Sandsmark, umsjónarkennari bekkjarins, segir að skólinn hafi byrjað í Olweusaráætluninni fyrir einu og hálfu ári og það sé mikill áhugi á að komast í samband við…