Allir saman – enginn einn

Slagorðasamkeppni grunnskólanna við utanverðan Eyjafjörð lauk fyrir stuttu og þóttu þessi slagorð fremst meðal margra góðra: Allir saman – enginn einn. Höfundur er Óði hamsturinn í Dalvíkurskóla. Einelti brýtur, vinátta styrkir. Höfundur Sebrahestur í Hrísey Einelti. NEI TAKK. Höfundur er úr Gagnfræðaskóla Ólafsfjarðar. Þessi slagorð enda sem barmmerki á nemendum skólanna, en alls þóttu 24…

Niðurstöðurnar vekja mikla athygli

Fjölmiðlar gera niðurstöðum stóru eineltiskönnunarinnar góð skil. Búast má við því að umfjöllunin haldi áfram þar sem miklar og góðar upplýsingar er að finna í gögnum. Skólarnir eignast mjög verðmætar visbendingar um skólastarf og ekki síst um líðan nemenda. Myndin hér er úr Morgunblaðinu í dag, en á leiðaraopnu (miðopnu) er fjallað ítarlega um blaðamannafund…

Menntamálaráðherra: Mun beita mér fyrir því að allir geti tekið þátt í nýrri eineltisáætlun

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði á blaðamannafundi í dag þar sem niðurstöður stóru eineltiskönnunarinnar voru kynntar að hún myndi beita sér fyrir því að allir þeir skólar sem hafa sótt um að vera með í næstu lotu Olweusaráætlunarinnar gegn einelti komist að. Þetta eru afar gleðilegar fréttir og endurspegla mikinn metnað. Sem kunnugt er hafa…

55 skólar hafa sótt um að vera með í næstu lotu í eineltisverkefninu

Menntamálaráðuneytið kannaði í júní sl. áhuga grunnskóla á þátttöku í Olweusaráætlunni gegn einelti 2004- 2006. Gert var ráð fyrir að allt að 40 grunnskólar gætu hafið vinnu samkvæmt eineltisáætluninni haustið 2004. Olweusarverkefnið er unnið í samstarfi menntamálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambands Íslands og samtakanna Heimilis og skóla með stuðningi Kennaraháskóli Íslands og hefur Þorlákur H.…

Amtmaður lagði einn af próföstunum í einelti

Einelti er sem sagt ekki ný bóla. Í Orðabók Háskólans er að finna mikinn fróðleik og gaman að glugga í. Geir biskup góði segir í vinarbréfum um 1800 að “amtmaður hafi nýlega lagt einn af próföstunum í einelti, er ekki ný bóla”. Bændur eru lagðir í einelti og stúdentum “er strítt og þeir skammaðir”, segir…

Foreldrabæklingurinn að góðum notum

Vissuð þið að það getur verið merki um að barn þitt sé orðin þolandi ef það dregur sig í hlé frá jafnöldrum og vill helst alltaf vera með fullorðnum? Við megum ekki vera aðgerðarlaus. Leitið til skólans ef ykkur líður illa sem foreldrum vegna hegðunar barns ykkar. Í Olweusarverkefninu læra satrsfmenn skólans að far með…

Beðið í eftirvæntingu

Í fyrra fór sams konar könnun fram og á sama tíma á skólaárinu. Með könnuninni núna fæst góður samanburður milli ára. Höfum við staðaið okkur nægilega vel? Erum við að skila þeim árangri sem vænst er af okkur. Er því mikil eftirvænting í grunnskólunum Í fyrra mældist eineltið 7,6% í 8. – 10. bekk, en…