Fréttir
Allir saman - enginn einn

Allir saman – enginn einn

Slagorðasamkeppni grunnskólanna við utanverðan Eyjafjörð lauk fyrir stuttu og þóttu þessi slagorð fremst meðal margra góðra: Allir saman – enginn einn. Höfundur er Óði hamsturinn í Dalvíkurskóla. Einelti brýtur, vinátta styrkir. Höfundur Sebrahestur í Hrísey Einelti. NEI TAKK. Höfundur er úr Gagnfræðaskóla Ólafsfjarðar. Þessi slagorð enda sem barmmerki á nemendum skólanna, en alls þóttu 24 slagorð öðrum betri og er nú komið að uppskeruhátiðinni sem verður í kaffihúsinu Sogni föstudag 30. janúar kl. 15.

Á hátíðinni verður sigurvegurunum í slagorðasamkeppninni veitt veiðurkenning. Barmmerkjunum verður dreift til allra nemenda í grunnskólunum við utanverðan Eyjafjörð, en frjáls félagasamtök í Hrísey, Dalvíkurbyggð og Ólafsfirði styrkja keppnina. Á “litlu stórhátíðinni” verða fyrstu merkin næld í nemendur.

Það er Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri í Húsabakkaskóla og verkefnisstjóri í Olweusaráætluninni í grunnskólunum í ÚtEy, sem stendur að baki þessu skemmtilega framtaki.

Til hamingju.