Ein í hverjum bekk segir eineltið hafa verið óbærilegt

Tæplega 7% stelpna í 5.-10. bekk segir eineltið sem þær hafi lent í hafa verið vont, særandi eða jafnvel hræðilegt. 3% strákanna er sama sinnis.  Hjá stelpunum samsvarar það að ein af hverjum 16 stelpum eða að jafnaði ein í hverjum bekk hafi lent í mjög erfiðum eineltismálum. Flest kvarta undan gríni, uppnefni eða stríðni…

Hvað liggur þér á hjarta?

Olweusaráætlunin er ómetanlegt verkfæri. Það væri fróðlegt að heyra frá foreldrum um stöðu mála. Um reynsluna af eigin skólagöngu og hvaða áhrif sá tími hafði á þig. Einnig um fyrirmyndar vinnu í skólanum. Er skólinn þinn í Olweusaráætluninni? Hafðu samband á netfanginu torlakur@hi.is

Helmingi fleiri stelpur en strákar segja eineltið hafa verið hræðilegt.

2% af stelpum í 5.-10. bekk í grunnskólum sem fylgja Olweusaráætluninni segja að einelti sem þær hafi lent í hafi verið hræðilegt. 1 % strákanna eru sama sinnis. 3,4% bætast við í stelpnahópinn séu tekin með svör þeirra sem segja að eineltið hafi verið vont og særandi. 1,5% strákanna eru í þessum hópi. Stelpurnar kvarta mest undan…

Mikið einelti hefur neikvæð áhrif á námsárangur allra nemenda!

Mikið einelti hefur áhrif á námsárangur hjá báðum hópum nemenda; þeim sem verða fyrir einelti og þeim sem ekki voru lögð í einelti. Ástæðan er að einelti “smitar ” allt umhverfið. Námsárangurinn er einfaldlega lakari þar sem einelti grasserar. Námsumhverfið smitast og árangur verður slakari hjá öllum nemendum í slíkum skóla. Í norsku rannsókninni var búið…

Kanna ber reglulega einelti í framhaldsskólunum.

Reglugerð um “ábyrgð  og skyldur aðila skólasamfélagsins í framhaldsskólum” tók gildi í apríl 2016. Sambærileg reglugerð fyrir grunnskólann hefur verið í gildi frá 2011. Sérstakur kafli er um starf framhaldsskólanna gegn einelti. Skólar eiga að setja sér aðgerðaráætlun gegn einelti “með virkri forvarnar- og viðbragðsáætlun …” Þá skal skal kanna reglulega “eðli og umfang eineltis” í skólunum.  Með reglugerðinni fyrir…

Allir mikilvægustu þættirnir eru í Olweusaráætluninni

Rannsakendur við Cambridgeháskóla á Englandi hafa lagt mat á aðgerðaráætlanir gegn einelti (Effectiveness of school-based programs to reduce bullying: a systematic and meta-analytic review). Athygli vekur að aðgerðir í ætt við Olweusaráætlunina eru áhrifaríkastar. Þá er upptalningin á hvaða atriði skipta mestu máli – er öll að finna í Olweusaráætluninni: “The most important program elements…

28% allar grunnskólanema í Olweusaráætluninni

28% allar grunnskólanema á íslandi eru í grunnskólum sem taka virka þátt   í Olweusaráætluninni gegn eineinelti. Eineltiskönnun stendur nú yfir í 4. – 10. bekk og skipta niðurstöður miklu máli um framhald starfsins í hverjum skóla fyrir sig. Könnun er mjög ítarleg og nýtist skólunum vel.

Stúlkum í unglingastigi líkar verr í skóla

Í árlegri eineltiskönnun okkar í “Olweusarskólum” á Íslandi kemur m.a. í ljós að stúlkum á unglingastigi (í 8.-10. bekk) líkar verr í skólanum. Í eineltisrannsókn okkar 2011 var hlutfallið 1,9% sem sagði að þeim liði illa eða mjög illa í skólanum en í nóvemberkönnun 2015 eru 5% eða tuttugasta hver stúlka sem líkar illa eða…

“Við lítum ekki á okkur sem gerendur”

(90)210 Garðabær, er leikrit eftir Heiðar Sumarliðason, sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu.   Í viðtali við Stundina segir höfundurinn m.a. „”Við lítum ekki á okkur sem gerendur. … Mig langaði að skrifa um kúgun og þöggun. Ég vildi búa til sögusvið þar sem ekki mætti tala um ákveðinn atburð og fólk alltaf að reyna að…