Áratugur að baki í Olweusaráætluninni. Bestu jólakveðjur til ykkar allra

Áratugur er að baki í Olweusaráætluninni. Kærar jólakveðjur til ykkar allra sem hafið lagt ykkur fram. Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Pokasjóður eru mikilvægir fjárhagslegir bakhjarlar. Þá hafa Háskóli Íslands og Námsgagnastofnun stuttt okkur. Um 90 grunnskólar um allt land með um 150 þúsund nemendur, þúsundir starfsmanna skólanna og foreldrar hafa lagt sig fram. Árangurinn er…

Eineltiskönnunin haustið 2012 er hafin í grunnskólum

Gengur glimrandi vel, segir Ólafía Þórdís verkefnastjóri í Langholtsskóla. Byrjað var að leggja eineltiskönnunina fyrir í morgun. Hver bekkjardeild fyrir sig fer í tölvustofu, en könnunin er mjög ítarleg og veitir skólum mikilvægar upplýsingar. Um einelti, líðan nemenda og samskipti innan skólans. Skólinn nýtir sér upplýsingar sem varpa ljósi á umhverfi nemenda, hvernig þau líta…

Olweus verkefnisstjórar vor 2012

Nýtt námskeið fyrir verkefnisstjóra í Olweusaráætluninni. Fyrsta lota 13. – 14. september.

Skólastjórar eru hvattir til að hafa samband. Námskeiðið hefst fimmtudag 13. september klukkan eitt eftir hádegi í Safnarheimili Neskirkju í Reykjavík. Verkefnastjórarnir gegna lykilhlutverki í áætluninni sem faglegir leiðbeinendur í skólunum. Saman mynda verkefnastjórar um allt land keðju sem er mikilvæg. Skipst er á námsgögnum og reynslu. Verkefnastjórarnir halda utan um alla þá innri fræðslu…

Leik- og framhaldsskólar bætast í hóp grunnskóla í Olweusaráætlunina

Tekið er við umsóknum frá leik-, grunn- og framhaldsskólum sem vilja taka þátt í Olweusaráætluninni frá og með skólaári 2012-2013. Námskeið fyrir verkefnisstjóra hefst í lok ágúst og í byrjun árs 2013. Góð reynsla er af áætluninni í leik- og framhaldsskóla og eru skólastjórnendur hvattir til að hafa samband. Olweusaráætlunin hefur verið í gangi í…

Mikilvægur styrkur Pokasjóðs til Olweusaráætlunarinnar

Stjórn Pokasjóðs hefur samþykkt að veita Olweusaráætluninni gegn einelti og andfélagslegu atferli þrjár milljónir króna. Þetta men skipta sköpum fyrir rekstur verkefnisins og gera kleift að taka inn nýja þátttakendur í haust. Er gert ráð fyrir að fyrstu námskeið fyrir verðandi verkefnisstjóra í leik- og grunnskólum hefjist í byrjun september.

Formlegur samningur milli heimilis og skóla hjálpar til við úrvinnslu eineltismála

Allir grunnskólar skulu hafa heildstæða stefnu fyrir skólann til að fyrirbyggja og bregðast við líkamlegu, andlegu og félagslegu ofbeldi og félagslegri einangrun. Skólar skulu setja sér aðgerðaáætlun gegn einelti með virkri viðbragðsáætlun til að takast á við eineltismál í skólanum. Áætlunin skal ná til allrar starfsemi, alls starfsfólks skóla og til allra nemenda og styrkja…

Heildstæð stefna með skýrum markmiðum um réttindi og skyldur í vinnslu eineltismála

Hún markar tímamót nýja reglugerðin um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum. Allir skólar skulu setja sér heildstæða stefnu til að fyrirbyggja og bregðast við líkamlegu, andlegu og félagslegu ofbeldi og félagslegri einangrun. Skólar skulu setja aðgerðaáætlun gegn einelti með virkri viðbragðsáætlun til að takast á við eineltismál í skólanum. Áætlunin skal ná til…