Fréttir

Gengur glimrandi vel, segir Ólafía Þórdís verkefnastjóri í Langholtsskóla.

Gengur glimrandi vel, segir Ólafía Þórdís verkefnastjóri í Langholtsskóla. Byrjað var að leggja eineltiskönnunina fyrir í morgun. Hver bekkjardeild fyrir sig fer í tölvustofu, en könnunin er mjög ítarleg og veitir skólum mikilvægar upplýsingar. Um einelti, líðan nemenda og samskipti innan skólans. Skólinn nýtir sér upplýsingar sem varpa ljósi á umhverfi nemenda, hvernig þau líta á aðra nemendur og við hvers konar öryggi og óttaleysi þeir búa. Hvað finnst þeim að hinir fullorðnu geri til að koma í veg fyrir ofbeldi og einelti? Upplýsingar til skólanna eru ómetanlegar og skólar hafa nýtt sér þær til að búa betur um alla í skólanum, bæði nemendur og starfsmenn.

Einelti í 5. – 10. bekk í skólum sem fylgja Olweusaráætluninni mældist fyrir ári 4,8% en var 7,6% 2007. Einelti hefur minnkað jafnt og þétt í hruninu og er nú í sögulegu lágmarki