Fréttir

Varmahlíðarskóli – Skólar í Skagafirði lögðu viðameiri könnun fyrir en aðrir grunnskólar

Eineltiskönnunin hefur gengið að óskum. Grunnskólar um allt leggja hana fyrir nemendur í fjórða til tíunda bekk. Þátttaka hefur verið mjög góð – og allt að 100% sem þýðir að náðst hefur í alla skráða nemendur. Skiptir það mjög miklu máli og sýnir að ábyrgðarmenn í skólunum hafi unnið mjög vel. Nokkur veikindi hafa verið og því orðið að fylgja nemendur eftir svo að þeir mættu taka könnunina þegar veikindin hafa gengið yfir. Skólar í Skagafirði lögðu viðameiri könnun fyrir en aðrir grunnskólar. Stafar það af samvinnu skólanna í Skagafirði við norska skóla í spennandi vináttuverkefni. Niðurstöður í skólunum skipta mjög miklu og veita skólunum veigamiklar upplýsingar sem nýtast allan skólatímann.