Fréttir

Tekið er við umsóknum frá leik-, grunn- og framhaldsskólum sem vilja taka þátt í Olweusaráætluninni frá og með skólaári 2012-2013. Námskeið fyrir verkefnisstjóra hefst í lok ágúst og í byrjun árs 2013. Góð reynsla er af áætluninni í leik- og framhaldsskóla og eru skólastjórnendur hvattir til að hafa samband. Olweusaráætlunin hefur verið í gangi í grunnskólum um allt land í áratug. Nánari fyrirspurnir á netfangi framkvæmdastjóra torlakur@hi.is og í síma 8942098 Olweusaráætlunin er styrkt af Pokasjóði.