Fréttir

Stjórn Pokasjóðs hefur samþykkt að veita Olweusaráætluninni gegn einelti og andfélagslegu atferli þrjár milljónir króna. Þetta men skipta sköpum fyrir rekstur verkefnisins og gera kleift að taka inn nýja þátttakendur í haust. Er gert ráð fyrir að fyrstu námskeið fyrir verðandi verkefnisstjóra í leik- og grunnskólum hefjist í byrjun september.