Olweus á suður og austurlandi

Góðir fundir á Suður- og Austurlandi

Framkvæmdastjóri og verkefnisstjórar eineltisverkefnisins hefur haldið fleiri fundi með fulltrúum grunnskólanna sem sótt hafa um að hefja eineltisáætlun næsta skólaár. Í síðustu viku var fjölmennur fundur í grunnskólanum á Breiðdalsvík með skólastjórnendum af Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði, Breiðdalsvík og Djúpavogi. Í fyrradag var fundað í Vallaskóla á Selfossi, en þangað streymdi skólafólk úr Þorlákshöfn, Hveragerði, af Ljósafossi,…

Breiðdalsvík

Fundað með nýjum skólum á Austurlandi

Fundir með skólastjórnendum þeirra skóla sem sótt hafa um að vera með í Olweusarverkefninu gegn einelti skólaárin 2004-2006 standa yfir. Þegar hefur afar góð kynning verið á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, en 15 skólar í Reykjavík sækja um að vera með. Á fimmtudag 25. mars verður fundað á Breiðdalsvík með skólastjórnendum og öðrum starfsmönnum skóla af suðurfjörðunum,…

Olweusaráætlunin kynnt á menntaráðstefnunni

Það er við hæfi að kynna Olweusaráætlunina gegn einelti hér á stærstu ráðstefnu sem haldin hefur verið á Norðurlöndum um menntarannsóknir. Olweusaráætlunin er enda stærsta símenntunarverkefni í grunnskólum á Íslandi. Eineltisáætlunin hefur sérstakan bás og hafa fjölmargir kynnt sér verkefni okkar. Hér eru átta hundruð þátttakendur og hægt er að kynnast 550 mismunandi verkefnum sem…

Stuðningur við skólana líklegri til að bæta heilsu og vellíðan en efling heilbrigðiskerfisins

Stuðningur við skólakerfi, kennarastéttir og menntun almennt er líklegri til að bæta heilsu og vellíðan en efling heilbrigðiskerfisins, segir í ályktun fagráðs landlæknis um heilsueflingu í landinu. Fjallað er um forvarnir í víðum skilningi og er ýmislegt kunnuglegt þegar haft er í huga þær áherslur sem eru í eineltisáætlun okkar. Skýrslan er fróðleg, en helstu…

Námsleið fyrir verkefnisstjóra

Námskeið fyrir verkefnisstjóra í Olweusaráætluninni

Á föstudag lauk síðasta námskeiði sem haldið er fyrir þá 18 verkefnisstjóra á Íslandi sem eru faglegir leiðbeinendur í 45 grunnskólum í landinu. Kennarar frá Olweusarmiðstöðinni í Björgvin voru Reidar Thyholdt, sálfræðingur og yfirverkefnisstjóri og André Baraldsnes sérfræðingur. Fyrsta námskeið fyrir verkefnisstjórana var haldið í Reykholti vorið 2002 og frá hausti 2002 hafa grunnskólarnir sem…

Allir saman – enginn einn

Slagorðasamkeppni grunnskólanna við utanverðan Eyjafjörð lauk fyrir stuttu og þóttu þessi slagorð fremst meðal margra góðra: Allir saman – enginn einn. Höfundur er Óði hamsturinn í Dalvíkurskóla. Einelti brýtur, vinátta styrkir. Höfundur Sebrahestur í Hrísey Einelti. NEI TAKK. Höfundur er úr Gagnfræðaskóla Ólafsfjarðar. Þessi slagorð enda sem barmmerki á nemendum skólanna, en alls þóttu 24…

Niðurstöðurnar vekja mikla athygli

Fjölmiðlar gera niðurstöðum stóru eineltiskönnunarinnar góð skil. Búast má við því að umfjöllunin haldi áfram þar sem miklar og góðar upplýsingar er að finna í gögnum. Skólarnir eignast mjög verðmætar visbendingar um skólastarf og ekki síst um líðan nemenda. Myndin hér er úr Morgunblaðinu í dag, en á leiðaraopnu (miðopnu) er fjallað ítarlega um blaðamannafund…

Menntamálaráðherra: Mun beita mér fyrir því að allir geti tekið þátt í nýrri eineltisáætlun

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði á blaðamannafundi í dag þar sem niðurstöður stóru eineltiskönnunarinnar voru kynntar að hún myndi beita sér fyrir því að allir þeir skólar sem hafa sótt um að vera með í næstu lotu Olweusaráætlunarinnar gegn einelti komist að. Þetta eru afar gleðilegar fréttir og endurspegla mikinn metnað. Sem kunnugt er hafa…