FréttirÁbyrgð skólans
Ábyrgð skólans

“Flytja sönnunarbyrðina af nemendanum yfir á skólann”. DN

Það er ekki lengur nemandinn sem þarf að sanna að skólinn hafi ekki gripið til nægjanlegra aðgerða hafi nemandinn verið lagður í einelti. Í Svíþjóð eru lög í smíðum sem snúa dæminu við: Skólinn verður að geta sýnt fram á að allt hafi verið gert sem mögulegt var til að ráða fram úr vandanum eða að færa rök fyrir því að aðgerðir hefðu ekki borið tilætlaðan árangur. Og verði nemandi fyrir niðurlægjandi athöfn af hálfu starfsmanna ber skólinn ábyrgð undanbragðalaust. Með nýju lögunum flyst sönnunarbyrðin af nemanda á skólann. Umboðsmaður barna í Svíþjóð og allir aðrir hafa rétt að fara fyrir dómstóla með mál nemenda sem skjólstæðinga. Lögin eiga að ná yfir grunn- og leikskóla og víðar.

Dagens Nyheter, stærsta dagblað Svíþjóðar, fjallar um einelti í forystugrein í vikunni. Blaðið segir að eiginlega  tapi allir á því að eineltismál fari fyrir dómsstóla; þrátt fyrir það sé nauðsynlegt að skerpa á löggjöfinni til að draga betur fram ábyrgð skólans og að leggja enn frekar áherslu á að nemendur eigi ekki að þurfa að búa við það kvíða hverjum degi vegna þess að þau eru beitt ofbeldi í skólanum.

“Fallegar yfirlýsingar um að einelti er eitthvað slæmt nægir ekki. Í raun þarf aðgerðir sem endurspegla viðhorf samfélagsins,” segir í leiðaranum. Blaðið tekur undir þau sjónarmið að flytja sönnunarbyrðina af nemendanum yfir á skólann.

Frekari upplýsingar er að finna undir  “Erlent efni