Fréttir18 verkefnisstjórar útskrifaðir
18 verkefnisstjórar útskrifaðir

Myndin sýnir verkefnisstjórana og kennnara ásamt fulltrúum samstarfsaðila

Það var mikið um dýrðir um helgina. Námskeið fyrir nýja verkefnisstjóra hófst og 18 verkefnisstjórar sem hafa verið leiðbeinendur í Olweusarverkefninu útskrifuðust sem “Verkefnisstjórar í Olweusarverkefninu”. Á föstudagskvöldið var haldið upp á hvoru tveggja og snæddur sameiginlegur kvöldverður í safnaðarheimili Háteigskirkju – með tilheyrandi. Olweusarkennarar og sérfræðingar í Björgvin sem hafa séð um kennslu verkefnastjóranna eru músíkantar. Dan Olweus prófessor er jassisti af fínustu gerð og Reidar Thyholdt sálfræðingur og aðalkennari er einnig liðtækur, en hjann lék einmitt undir í samkvæminu á föstudag. Auk Reidars hefur André Baraldsnes kennt á námskeiðunum. Myndin var tekin í húsnæði Kennaraháskóla Íslands, þar sem námskeiðin fara fram.

Olweusarverkefnið er samstarfsverkefni menntamálaráaðuenytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambands Íslands og með stuðningi Heimilis og skóla og Kennaraháskóla Islands.

Myndin sýnir verkefnisstjórana og kennnara ásamt fulltrúum samstarfsaðila,, en verkefnisstjórarnir sem útskrifuðust hafa hvert um sig verið leiðbeinendur í allt að 5 skólum:

Í efri röð frá vinstri:

Guðmundur Sighvatsson, skólastjóri, fulltrúi Skólastjórafélags Íslands, Guðni Olgeirsson, sérfræðingur í menntamálaráðuenytinu, Jóhann Stefánsson, Engjaskóla í Reykjavík, Hjördís Gísladóttir, Árskóla Sauðárkróki, Valgerður Janusdóttir, kennsluráðgjafi á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Sigþrúður Guðmundsdóttir, Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, Guðbjörg Grétarsdóttir, Smáraskóla í Kópavogi, Ingileif Ástvaldsdóttir, Húsabakkaskóla í Svarfaðardal, Arnar Þorsteinsson, Ölduselsskóla í Reykjavík, Reidar Thyholdt, sálfræðingur og kennari, André Baraldsnes, kennari.

Í neðri röð frá vinstri:

Sigrún Ágústsdóttir, Réttarholtsskóla í Reykjavík, Jóhanna H. Ásgeirsdóttir, Grunnskólanum á Ísafirði, Guðný Pálsdóttir, Seljaskóla, Þorlákur H. Helgason, framkvæmdastjóri Olweusarverkefnisins, Guðbjörg Oddsdóttir, Vallaskóla á Selfossi, Unnur Kristjánsdóttir, Grunnskólanum í Sandgerði og Kristín Magnúsdóttir, Austurbæjarskóla.

Auk ofangreindra verkefnisstjóra luku þessir einnig námi, en gátu ekki verið við útskriftina:
Rannveig Haraldsdóttir, Grunnskóla Vesturbyggðar, Ingibjörg Auðunsdóttir. Háskólanum á Akureyri, Sigurður Aðalgeirsson, Félags- og skólaþjónustu Þingeyinga, Guðmundur Ingi Sigbjörnsson, Heppuskóla, Höfn í Hornafirði og Inga Sigurjónsdóttir, Snælandsskóla.