Fréttir

Sumar á norðurlandi

Sigurður Aðalgeirsson, verkefnisstjóri á Húsavík og Þorlákur framkvæmdastjóri verkefnisins áttu góða kynningarfundi með skólastjórum og kennurum á Þórshöfn og Raufarhöfn í gær. Farið var yfir helstu áherslur í Olweusarverkefninu, sem skólarnir tveir hafa hug á að taka þátt í frá og með næsta skólaári. Umræður urðu líflegar. Og ekki dró úr að sól var og besta veður og landslag skartaði sínu fegursta.