FréttirOlweus á suður og austurlandi
Olweus á suður og austurlandi

Haldnir voru fundir með fulltrúum grunnskólanna.

Framkvæmdastjóri og verkefnisstjórar eineltisverkefnisins hefur haldið fleiri fundi með fulltrúum grunnskólanna sem sótt hafa um að hefja eineltisáætlun næsta skólaár. Í síðustu viku var fjölmennur fundur í grunnskólanum á Breiðdalsvík með skólastjórnendum af Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði, Breiðdalsvík og Djúpavogi. Í fyrradag var fundað í Vallaskóla á Selfossi, en þangað streymdi skólafólk úr Þorlákshöfn, Hveragerði, af Ljósafossi, Flúðum og Hvolsvelli … og í gær var Ráðhús Vestmannaeyjabæjar fundarstaður með stjórnendum skólamála í Eyjum og úr skólunum báðum; Barnaskóla Vestmananeyja og Hamarsskóla. Myndin sýnir þátttakendur á Austurlandi í miðrými skólans á Breiðdalsvík.