FréttirBreiðdalsvík
Breiðdalsvík

Fundað á Breiðdalsvík þann 25. mars

Fundir með skólastjórnendum þeirra skóla sem sótt hafa um að vera með í Olweusarverkefninu gegn einelti skólaárin 2004-2006 standa yfir. Þegar hefur afar góð kynning verið á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, en 15 skólar í Reykjavík sækja um að vera með. Á fimmtudag 25. mars verður fundað á Breiðdalsvík með skólastjórnendum og öðrum starfsmönnum skóla af suðurfjörðunum, en grunnskólarnir á Stöðvarfirði, Faskrúðsfirði, Breiðdalsvík og Djúpavogi stefna að því að hefja undirbúning á vordögum og starfið að fullu í ágúst 2004.

Á fundum er greint frá eineltisverkefninu og ræða framhaldið.
Eins og kunnugt er hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra mælst til þess að þeir skólar sem sótt hafa um og uppfylla skilyrði um þátttöku, verði boðið að verða með frá og með hausti 2004.
Reyndar er gert ráð fyrir að undirbúningur fari af stað fyrr og að nýir verkefnisstjórar verði kallaðir til fyrsta námskeiðs sem verður væntanlega haldið í Reykjavík um miðjan maímánuð 2004.
Auk Þorláks framkvæmdastjóra Olweusarverkefnisins á Íslandi, verður Guðmundur Ingi, skólastjóri Heppuskóla, með framsögu – en Guðmundur Ingi hefur verið verkefnisstjóri í fyrsta skólahópnum sem hóf störf haustið 2002, en sjálfri áætluninni lýkur á vordögum 2004.
Sambærilegur fundur hefur verið haldinn í Reykjavík og næsti fundur verður á Suðurlandi í næstu viku. Á fundinn í Reykjavík komu auk skólastjóra/skólastjórnenda, námsráðgjafar og aðrir starfsmenn sem væntanlega munu gegna lykilhlutverki í verkefninu. Það væri gagnlegt ef það kæmu ekki færri en 3 fulltrúar úr hverjum skóla.
Gert er ráð fyrir að samningur um verkefnið milli skóla, sveitarstjórnar og framkvæmdastjóra verkefnisins liggi fyrir undir páska.
Á fundinum verður farið nánar í skilmála og framvindu verkefnisins og skýrð hlutverk þau nauðsynlegt er að verði sinnt á tímabilinu 2004-2006.
“Ég hlakka mjög til að hitta ykkur. Það hefur verið mjög fræðandi að fylgjast með starfinu og áhugi ykkar hvetur okkur enn frekar til dáða,” segir í bréfi framkvæmdastjóra til skólanna.