Vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi

Morgundagurinn, 18. nóvember, er helgaður vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi. Stýrihópur þriggja ráðuneyta um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess, Barnaverndarstofa og umboðsmaður barna hvetja til þess að sérstök mynd sem send var með bréfi til fjölmargra aðila verði sýnd sem víðast. “Þannig stuðlum við að aukinni umræðu og samfélagsvitund um kynferðislegt ofbeldi.” Tökum höndum saman og…

Erfið samskipti stúlkna – leið til lausna! Öflugt námskeið í boði.

Samskipti stúlkna í skóla geta verið flókin. Hvernig má hjálpa þeim að bæta samskipti sín í milli? Hvernig fara skilaboðin fram í stelpnahópi – árið 2015? Getum við komið í veg fyrir að samskiptin þróist í einelti? Ingibjörg Auðunsdóttir sérfræðingur á Miðstöð skólaþróunar við HA, ingibj@unak.is og Helga Halldórsdóttir deildarstjóri Glerárskóla á Akureyri, helgahalldors@akureyri.is  halda starfstengt námskeið…

Einelti meginástæða brotthvarfs úr skóla.

Í gærkvöldi var eftirtektarvert viðtal í Ríkissjónvarpinu við Sigrúnu Harðardóttur, lektor við HÍ um aðstöðu þeirra nemenda sem eru á almennum brautum í framhaldsskólanum. Í doktorsrannsókn sinni komst hún að því að einungis sjötti hver nemandi sem glímdi við námsvanda hafði lokið námi að fjóru og hálfu ári liðnu. Sigrún kallar eftir því að framhaldsskólinn sinni…

Ýma tröllastelpa komin til allra í 1. bekk!

Nú ættu allir fyrstu bekkingar grunnskóla landsins að vera komnir með bókina „Ýma tröllastelpa – Ég vil fá að vera ég sjálf“ í hendurnar. Þetta er 13. árið í röð sem Prentmet gefur út þetta verkefni sem er í samstarfi við Olweusaráætlunina gegn einelti.  Alls voru gefnar 6.000 bækur í ár.  Tilgangurinnn með verkefninu er…

2007-2014: Árangur 30-60% betri 2014!

Þátttaka í eineltiskönnuninni skólaárið 2014-2015 var 95% í 5. -1 0. bekk.  Einelti mælist í 5. -10 bekk 4,8% árið 2014. 1,1% af nemendum viðurkenna að þau séu að þau hafi lagt aðra í einelti. Miklu færri segja 2014 en 2007 að umsjónarkennari geri lítið eða ekkert til koma í veg fyrir einelti, færri börnum líður illa…

Einelti mælist 4,8% í 5. – 10. bekk í Olweusarskólum.

Einelti í grunnskólum sem fylgja Olweusaráætluninni gegn einelti mælist 4,8% í 5. – 10. bekk. Eineltið er hærra meðal stráka en stelpna nema í 8. og 9. bekk. Mikill munur er á niðurstöðum í ár miðað við árin fyrir hrun. Þá mælist einelti lægra í skólum í Reykjavík í samanburði við meðaltal í grunnskólum utan höfuðborgarinnar.…

Sameiginlegur fundur verkefnastjóra 10. apríl

Sameiginlegur fundur verkefnastjóra í Olweusaráætluninni var haldinn 10. apríl. 24 sóttu fundinn. Meðal þess sem var til umfjöllunar var einelti og samskipti meðal stelpna. Erla Guðjónsdóttir, fyrrum skólastjóri í Öldutúnsskóla hafði framsögu. Vaxandi áhersla er í Olweusarskólunum á aðstæður stúlkna og samskiptamunstur. Í næstliðinni eineltiskönnun (haustið 2013) mældist eineltið hærra meðal stelpna en pilta í…

Námslota verkefnastjóra 17. apríl 2015

18 verkefnastjórar eru á námskeiði sem er liður í uppbyggingu áætlunarinnar í hverjum skóla. Námsloturnar verða 8 sem teygja sig yfir tvö ár. Þetta eru kennarar, sjúkraþjálfara, náms- og skólafélagsráðgjafar og skólastjórnendur. Verkefnastjórar gegna lykilhlutverki í Olweusaráætluninni. Þeir eru faglegir leiðbeinendur.