Góður árangur af Olweusaráætluninni leiðir til verulegs sparnaðar í þjóðfélaginu

Þjóðfélagið sparar verulega þegar dregur úr einelti í skólunum. Þeim fækkar sem þurfa á meðferð að halda vegna þunglyndis, kvíða, lélegrar sjálfsmyndar og sjálfsvígsáforma, sagði Dan Olweus á alþjóðaráðstefnu um einelti sem var haldin í Noregi í fyrri viku. Einelti hefur dregist saman um þriðjung meðal 21 þúsund nemenda í þeim 360 norsku skólum sem…

Olweusarverkefnið í samningaviðræðunum – í gærkvöldi á Stöð 2

Olweusarverkefnið leikur hlutverk í kjaradeilu kennara og sveitarstjórna. Í þættinu Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var drjúgum tíma varið í umræðu um hlut verkefnisins í skólastarfi. Ræddu Birgir Björn Sigurjónsson og Eiríkur Jónsson um hlut verkefnisins í skólastarfi. Eiríkur sagði Olweusarverkefnið vera gott dæmi um verkefni sem flyti yfir í daglegum vinnutíma…

Olweusarverkefnið til fyrirmyndar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra sagði á ráðstefnu um menntun fagfólks í kynferðisbrotamálum, að hún tryði því að Olweusarverkefnið væri árangursrík leið til að vinna gegn ofbeldi og til að bæta aðstæður í skólum. Lýsti hún vinnunni í eineltisáætluninni og gat þess hvaða árangur hefði nást í viðamiklum könnunum á líðan barna. Ráðstefnan stendur yfir í…

9300 nemendur hófu þátttöku í eineltisáætluninni gegn einelti nú á haustdögum. Flestir eru nemendur úr Reykjavíkurkjördæmunum eða 4800 í 10 grunnskólum, þá úr Suðurkjördæmi 1840 í 7 skólum, úr “Kraganum” 1460 í tveimur skólum, í Norðausturkjördæmi 680 í 7 skólum (þar af tveir skólar sem byrjuðu 2003), og í Norðvesturkjördæmi 710 úr 6 skólum. 2…

Einelti rætt á norrænu vinnuverndarráðstefnunni

Einelti er meðal þess sem er til umfjöllunar á norrænu vinnuverndarráðstefnunni sem hefst í dag klukkan 9 á Nordica hótelinu í Reykjavík. Framkvæmdastjóri Olweusarverkefnisins á Íslandi er meðal fyrirlesara og mun Þorlákur fjalla um Olweusaráætlunina á Íslandi í ljósi reynslu. Í fyrirlestrinum leggur hann út af því því að nauðsynlegt sé að efna til sérstakrar…

14 nýjir verkefnastjórar

Annar hluti námskeiðs verkefnisstjóra tókst með prýði. Það var helst að veðrið setti strik í reikninginn, þar sem sólin hitaði. Var hluta námsefnis af þeim sökum slegið á frest fram í október – enda farið yfir mjög mikið efni námskeiðsdagana. Þessa dagana eru verkefnisstjórar að undirbúa með sínum skólastjórum vetrarstarfið. Fyrst er að ganga frá…

Í dag hefst önnur lota námskeiða sem boðið er upp á fyrir verðandi verkefnisstjóra í Olweusaráætluninni gegn einelti og andfélagslegri hegðun. Um 40 skólar vítt og breitt um landið hefja vinnu í Olweusaráætluninni á haust og eru verkefnisstjórarnir faglegir leiðbeinendur skólanna. 16 verkefnisstjórar setjast á skólabekk í dag og nema fræðin fram að helgi. Þá…

Svar Menntamálaráðherra við fyrirspurn á Alþingi

130. löggjafarþing 2003–2004. Þskj. 735  —  439. mál. Svar menntamálaráðherra við fyrirspurn Sigurðar Kára Kristjánssonar um Olweus-átak gegn einelti í grunnskólum.     1.      Hvaða grunnskólar taka þátt í Olweus-átakinu gegn einelti og hversu margir nemendur, starfsmenn og foreldrar taka þátt í því? Í desember 2000 skipaði samráðsnefnd grunnskóla að beiðni menntamálaráðherra starfshóp um aðgerðir gegn einelti. Í samráðsnefnd grunnskóla…

Skólinn eins og fangelsi?

Hvað eiga þessir staðir sameiginlegt? Jú, við getum ekki nema að takmörkuðu leyti valið okkur félaga og það sama á við þegar við reynum að komast burt, segir Björn Eriksson félagsfræðiprófessor. Í frímínútum mynda nemendur hópa þar sem sumir eru gjaldgengir og reynt er að losa sig við aðra. Ef þetta á sér stað í…

Gleðileg markmið í Reykjavík: ALLIR SKÓLAR í Olweusaráætlunina fyrir 2007!

Fræðsluyfirvöld hafa samþykkt að allir grunnskólar Reykjavíkurborgar taki þátt í Olweusaráætluninni um varnir gegn einelti. Er þetta hluti markmiða til þriggja ára (2004-2007) um forvarnaráætlanir og til að styrkja nemendur félagslega. Forvarnirnar eiga að ná til “viðbragða við og forvarnir gegn einelti og vímuefnaneyslu og til viðbragða við áföllum.” Þá segir í samþykkt fræðsluyfirvalda m.a.:…