Fréttir

Fjölmiðlar gera niðurstöðum stóru eineltiskönnunarinnar góð skil. Búast má við því að umfjöllunin haldi áfram þar sem miklar og góðar upplýsingar er að finna í gögnum. Skólarnir eignast mjög verðmætar visbendingar um skólastarf og ekki síst um líðan nemenda. Myndin hér er úr Morgunblaðinu í dag, en á leiðaraopnu (miðopnu) er fjallað ítarlega um blaðamannafund menntamálaráðherra sem haldinn var í gær. Ef slegið er á lykil til vinstri hér á síðunni sem merktur er “Kannanir” er efni sem kynnt var á fundinum.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um könnunina og Olweusaráætlunina með því að hafa samband við framkvæmdastjóra verkefnisins í netbréfi á thorlakur@khi.is, á heimasíðu menntamálaráðuneytisins  og áfram hér á síðum þessum.