Fréttir
Mikill áhugi fyrir Eineltisverkefninu

Í ljós hefur komið, að það eru til muna fleiri skólar sem hafa áhuga á að taka fullan þátt í eineltisverkefninu.

Menntamálaráðuneytið kannaði í júní sl. áhuga grunnskóla á þátttöku í Olweusaráætlunni gegn einelti 2004- 2006. Gert var ráð fyrir að allt að 40 grunnskólar gætu hafið vinnu samkvæmt eineltisáætluninni haustið 2004.
Olweusarverkefnið er unnið í samstarfi menntamálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambands Íslands og samtakanna Heimilis og skóla með stuðningi Kennaraháskóli Íslands og hefur Þorlákur H. helgason, framkvæmdastjóri verkefnisins, þar aðsetur. Netfang Þorláks er thorlakur@khi.is