Fréttir
Borgarhólsskóli, Húsavík

Meðal þátttakenda í könnuninni voru nemendur í Borgarhólsskóla á Húsavík.

Í fyrra fór sams konar könnun fram og á sama tíma á skólaárinu. Með könnuninni núna fæst góður samanburður milli ára. Höfum við staðaið okkur nægilega vel? Erum við að skila þeim árangri sem vænst er af okkur.

Er því mikil eftirvænting í grunnskólunum Í fyrra mældist eineltið 7,6% í 8. – 10. bekk, en eitt af hverju níu börnum í 4. – 7. bekk sögðust hafa lent í einelti. Eineltiskönnunin er sú viðamesta sem framkvæmd hefur verið í grunnskólum á Íslandi og fást miklar upplýsingar úr henni. Fróðleikur um líðan nemenda og skólabrag sem varpar ljósi á skólastarf og er mjög mikilvægur fyrir skólafólk.
Nemendur í Borgarhólsskóla á Húsavík eru ásamt 13 þúsund nemendum út um allt land sem hafa í eitt ár verið þátttakendur í viðamesta endurmenntunarverkefni sem nokkru sinni hefur verið átt sér stað í grunnskólum landsins. Á annað þúsund starfsmenn skólanna og skyldra stofnana hafa einnig numið fræðin um aðgerðir gegn einelti og andfélagslegri hegðun. Þá eru aðstandendur nemendur virkir þátttakendur í eineltisverkefninu.