Fréttir

Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna hefur gefið út glæsilegt veggspjald sem sent er í alla skóla. Það er unnið í samstarfi við nemendur í Hagaskóla vorið 2004. Texti er eftir Ásgerði Snævarr og Dóru Sif Ingadóttur, en Sunna Örlygsdóttir hannaði veggspjaldið. Þetta eru einkunnarorðin: Orð er fugl: Þegar því hefur verið sleppt getur enginn náð því aftur. Fjallað er um netið, niðrandi ummæli þar og hvatt til þess að krakkar standi saman gegn misnotkun: Sömu mannasiðir gilda á Netinu og í daglegum samskiptum, segir m.a. í texta.
www.barn.is – ub@barn.is
sími: 800 5999 – 552 8999