Fréttir

Olweusarverkefnið gegn einelti og andfélagslegu atferli er nú að sigla inn á þriðja árið. Það er sérstaklega eftirtektarvert að þeir skólar sem hófu þátttöku 2002 voru vel undirbúnir að taka á móti nemendum að loknu verkfalli í desember sl. Þjálfað eftirlitskerfi reyndist góð umgjörð og veitti nemendum góðan styrk – ekki síst þeim sem eiga undir högg að sækja. Við fögnum því sérstaklega hve yfirvöld menntamála, samtök kennara og skólastjórnenda og sveitarfélögin hafa verið staðföst og gert ávinningana mögulega. Það er starfsfólk skólanna, nemendur og foreldrar – ásamt þátttakendum í barna- og unglingastarfi sveitarfélaganna – sem lagt hafa sig öll fram um að styrkja þann brag sem er í anda Olweusaráætlunarinnar.

Þjálfað eftirlitskerfi reyndist góð umgjörð og veitti nemendum góðan styrk – ekki síst þeim sem eiga undir högg að sækja.

Olweusarverkefnið gegn einelti og andfélagslegu atferli er nú að sigla inn á þriðja árið. Það er sérstaklega eftirtektarvert að þeir skólar sem hófu þátttöku 2002 voru vel undirbúnir að taka á móti nemendum að loknu verkfalli í desember sl. Þjálfað eftirlitskerfi reyndist góð umgjörð og veitti nemendum góðan styrk – ekki síst þeim sem eiga undir högg að sækja.

Skólar sem fóru af stað við upphaf skólaárs 2004/2005 hafa einnig farið vel af stað; 14 nýir verkefnisstjórar haldið áfram kennslu fyrir oddvita, lykilfólk (hópstjóra) og umræðuhóparnir sem hittast hálfsmánaðarlega eru komnir í gang. Framundan er nýtt námskeið fyrir nýju verkefnisstjórana og einhvern kennsludaginn á tímabilinu 21. – 28. febrúar 2005 verður stóra nemendakönnunin lögð fyrir alla nemendur í 4. – 10. bekk í þátttökuskólunum. Þá kemur í ljós hvernig ástandið er í hverjum skóla fyrir sig, en um 80 skólar eru þátttakendur í Olweusarverkefninu – nýir og gamlir. Könnunin veitir ómetanlegar upplýsingar um einelti í skólanum, líðan nemenda og fjölmargt annað er varpar ljósi á ástandið. Þeir skólar sem unnið hafa markvisst samkvæmt eineltisáætluninni hafa náð eftirtektarverðum árangri, en það dró úr einelti um þriðjung milli áranna 2002 og 2003.

Ég fagna því sérstaklega hve yfirvöld menntamála, samtök kennara og skólastjórnenda og sveitarfélögin hafa verið staðföst og gert ávinningana mögulega. Það er starfsfólk skólanna, nemendur og foreldrar – ásamt þátttakendum í barna- og unglingastarfi sveitarfélaganna – sem lagt hafa sig öll fram um að styrkja þann brag sem er í anda Olweusaráætlunarinnar.

Þolrákur H. Helgason, framkvæmdastjóri Olweusaráætlunrinnar á Íslandi