Fréttir

Mikilvægar samræður um einelti er fyrirsögn Morgunblaðsins um foreldrakvöld sem verður í stofu H207 í nýbyggingu Kennaraháskólans annað kvöld kl. 20. Frummælendur verða Sólveig Karvelsdóttir lektor við KHÍ og Þorlákur H. Helgason framkvæmdstjóri Olweusaráætlunarinnar á Íslandi. Umfjöllunarefni fundarins er einelti. Sólveig Björg Kristinsdóttir forstöðumaður Símenntunarstofnunar Kennaraháskólans segir í viðtali við Morgunblaðið að það brenni á foreldrum að fjalla um ábyrgð skóla og foreldra á uppeldi barnnna og þá valdi það foreldrum áhyggjum að óprúttnir aðilar geti haft aðgang að börnunum í gegnum GSM og tölvur, jafnvel án þess að foreldrar viti af því. Sólveig segir fundinn upplagðan vettvang til að komast í faglegu umræðu um uppeldi og skiptast á skoðunum við fólk í sömu aðstæðum.

Auk Símenntunarstofnunar Kennaraháskóla Íslands, standa Heimili og skóli, Menntagátt og SAMFOK að fræðslukvöldunum. Þau eru haldin að jafnaði annan þriðjudag í hverjum mánuði.

Aðganngseyrir er eitt þúsund krónur og hægt er að skrá sig á www.simennt.khi.is.