Olweusaráætlunin á Íslandi fyrirmynd í Svíþjóð

Dagens Nyheter greinir frá því á forsíðu netútgáfu sinnar í dag að Ísland sé fyrirmynd baráttunnar gegn einelti. Þar og í Noregi hafi árangur verið umtalsverður. Að beiðni sænska þingins (Riksdagen) sendi framkvæmdastjóri Olweusarverkefnisns á Íslandi greinargerð um aðgerðaráætlunina á Íslandi til þingsins. Hægfara flokkurinn (Moderaterna) í Svíþjóð óskaði eftir henni og það er í…

115000 tilvísanir!

Gríðarlegar upplýsingar er að finna á leitarvefum um Olweusarverkefnið. Sé slegið inn á slóðann http://www.google.com/search?q=olweus birtast 115000 tilvísanir (í dag) og þeim fjölgar óhemju. Það er því tilvalið fyrir þu sem eru á höttunum eftir efni að fara þessa leið. Fyrst til að forvitnast almennt en síðan má þrengja leitina. Til gamans má geta að…

Austurbæjarskóli

Ætíð er unnið samkvæmt Olweusarkerfinu við meðferð eineltismála.

Austurbæjarskóli hefur verið með frá byrjun í Olweusarverkefninu. Sérstakt eineltisteymi er í skólanum, en í því sitja námsráðgjafi, verkefnisstjóri skólans í Olweusarverkefninu og hjúkrunarfræðingur. Mjög góð reynsla hefur fengist af vinnu eineltisteymisins, segir Kristín Magnúsdóttir, kennari og verkefnisstjóri í Olweusarverkefninu. Í Austurbæjarskóla er starfandi ráðgefandi eineltisteymi sem er kennurum til stuðnings við úrlausn eineltismála. Hlutverk…

Foreldrar: Börnin óttast mest að fara í og úr skóla.

Börn í 4. -7. bekk sem lögð eru í einelti segja mörg að ofbeldið eigi sér stað á leið heim úr skóla. Eldri nemendur kvarta frekar undan því að eineltið verði á göngunum. Það á að vera hægt að læsa að sér á salernum í skólanum eins og heima. Hver fyrir sig og læst. Ekkert…

Hlýja, einlægur áhugi og alúð hinna fullorðnu

Eineltisáætlun okkar, sem um 70 grunnskólar með helming allra grunnskólanemenda eru þátttakendur í, hvílir á nokkrum grunnatriðum: Í skólanum og á heimilum ríki a) Hlýja, einlægur áhugi á velferð barnanna og alúð hinna fullorðnu, b) Ákveðnir rammar séu gegn óviðunandi hegðun, c) Neikvæð viðurlög liggja við brotum á reglum – en þau eru hvorki niðurlægjandi…

Krakkarnir á leikskólanum Mýri fóru í útskriftarferð í tveggja hæða strætisvagni um Reykjavík. Ferðinni lauk við Arnarhól þar sem myndin var tekin. Flest ef ekki öll fara í fyrsta bekk í skóla sem eru þátttakendur í Olweusaráætluninni gegn einelti.

Elfa Hrönn Valdimarsdóttir og Halldóra Harðardóttur

Þemaverkefni listgreina í anda Olweusaráætlunar

Merkum áfanga er náð hjá þeim Elfu Hrönn Valdimarsdóttur og Halldóru Harðardóttur sem á myndinni skila lokaritgerð, en þær hafa ásamt Elísu Davíðsdóttur og Kolfinnu Mjöll Ásgeirsdóttur nýtt sér Olweusuaráætlunina til B.Ed -prófs við Kennaraháskóla Íslands. Ritgerðin fjallar um samþættingu listgreina þar sem áhersla er lögð á vinnubrögð í anda Olweusaráætlunarinnar. Ritgerðin er frumraun, forvitnileg…

Á yfirreið

Framkvæmdastjóri Olweusarverkefnsins er að vísitera í skólum og forvitnast um gengi verkefnisins. Það er gleðilegt að sjá hvernig eineltisverkefnið hefur styrkt skólastarf. Um þessar mundir eru skólastjórnendur að endurmeta stöðuna til þess að geta lagt upp í haust í ljósi reynslunnar í vetur. Í gær heimsótti ég Ólafsfjörð, Dalvík, Húsabakka, Árskógarskóla og Borgarhólsskóla á Húsavík.…

Ný könnun um einelti í 30 grunnskólum: Dregur úr einelti

Eineltið mælist helmingi minna í 8.-10. bekk en í 4.-7. bekk; 4,5% á móti 9,7%. Niðurstöðurnar byggja á svörum 6053 nemenda í grunnskólum sem hófu þátttöku í Olweusaráætluninni haustið 2004. Bendir ýmislegt til þess að nemendum líði betur á unglingastiginu en nemendum á miðstigi. 6% stráka í 8.-10. bekk segjast líka illa eða mjög illa…