Sumar á norðurlandi

Sigurður Aðalgeirsson, verkefnisstjóri á Húsavík og Þorlákur framkvæmdastjóri verkefnisins áttu góða kynningarfundi með skólastjórum og kennurum á Þórshöfn og Raufarhöfn í gær. Farið var yfir helstu áherslur í Olweusarverkefninu, sem skólarnir tveir hafa hug á að taka þátt í frá og með næsta skólaári. Umræður urðu líflegar. Og ekki dró úr að sól var og…

18 verkefnisstjórar útskrifaðir

18 verkefnisstjórar útskrifaðir

Það var mikið um dýrðir um helgina. Námskeið fyrir nýja verkefnisstjóra hófst og 18 verkefnisstjórar sem hafa verið leiðbeinendur í Olweusarverkefninu útskrifuðust sem “Verkefnisstjórar í Olweusarverkefninu”. Á föstudagskvöldið var haldið upp á hvoru tveggja og snæddur sameiginlegur kvöldverður í safnaðarheimili Háteigskirkju – með tilheyrandi. Olweusarkennarar og sérfræðingar í Björgvin sem hafa séð um kennslu verkefnastjóranna…

Námskeið

Nýtt námskeið fyrir verkefnisstjóra hófst í morgun

Í morgun fór af stað nýtt námskeið fyrir verkefnisstjóra í Olweusarverkefninu. Myndin sýnir nokkra af þátttakendum 10. Verkefnisstjóri er faglegur leiðbeinandi í eineltisverkefninu og mun leiðbeina í einum til fjórum skólum. Kennarar á fyrsta námskeiðnu eru Reidar Thyholdt og André Baraldsnes frá miðstöð Olweusarhópsins í Björgvin; Hemil setrinu. Kennt er í dag, föstudag og morgun,…

Á toppin

Á toppinn

Hvolsskóli er meðal þeirra skóla sem byrja í Olweusaráætluninni í haust. Það verður spennandi að fylgjast með þeim – en nemendur eru vanir að komast á hæsta tind. 6. maí náðu 9. bekkingar Valahnjúk eins og greint er frá á vefsíðu skólans: Krakkarnir í 9. bekk áttu góða ferð í Þórsmörk í gær og fyrradag.…

Ábyrgð skólans

Ábyrgð skólans miklu meiri

Það er ekki lengur nemandinn sem þarf að sanna að skólinn hafi ekki gripið til nægjanlegra aðgerða hafi nemandinn verið lagður í einelti. Í Svíþjóð eru lög í smíðum sem snúa dæminu við: Skólinn verður að geta sýnt fram á að allt hafi verið gert sem mögulegt var til að ráða fram úr vandanum eða…

Olweus á suður og austurlandi

Góðir fundir á Suður- og Austurlandi

Framkvæmdastjóri og verkefnisstjórar eineltisverkefnisins hefur haldið fleiri fundi með fulltrúum grunnskólanna sem sótt hafa um að hefja eineltisáætlun næsta skólaár. Í síðustu viku var fjölmennur fundur í grunnskólanum á Breiðdalsvík með skólastjórnendum af Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði, Breiðdalsvík og Djúpavogi. Í fyrradag var fundað í Vallaskóla á Selfossi, en þangað streymdi skólafólk úr Þorlákshöfn, Hveragerði, af Ljósafossi,…

Breiðdalsvík

Fundað með nýjum skólum á Austurlandi

Fundir með skólastjórnendum þeirra skóla sem sótt hafa um að vera með í Olweusarverkefninu gegn einelti skólaárin 2004-2006 standa yfir. Þegar hefur afar góð kynning verið á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, en 15 skólar í Reykjavík sækja um að vera með. Á fimmtudag 25. mars verður fundað á Breiðdalsvík með skólastjórnendum og öðrum starfsmönnum skóla af suðurfjörðunum,…

Olweusaráætlunin kynnt á menntaráðstefnunni

Það er við hæfi að kynna Olweusaráætlunina gegn einelti hér á stærstu ráðstefnu sem haldin hefur verið á Norðurlöndum um menntarannsóknir. Olweusaráætlunin er enda stærsta símenntunarverkefni í grunnskólum á Íslandi. Eineltisáætlunin hefur sérstakan bás og hafa fjölmargir kynnt sér verkefni okkar. Hér eru átta hundruð þátttakendur og hægt er að kynnast 550 mismunandi verkefnum sem…

Stuðningur við skólana líklegri til að bæta heilsu og vellíðan en efling heilbrigðiskerfisins

Stuðningur við skólakerfi, kennarastéttir og menntun almennt er líklegri til að bæta heilsu og vellíðan en efling heilbrigðiskerfisins, segir í ályktun fagráðs landlæknis um heilsueflingu í landinu. Fjallað er um forvarnir í víðum skilningi og er ýmislegt kunnuglegt þegar haft er í huga þær áherslur sem eru í eineltisáætlun okkar. Skýrslan er fróðleg, en helstu…

Námsleið fyrir verkefnisstjóra

Námskeið fyrir verkefnisstjóra í Olweusaráætluninni

Á föstudag lauk síðasta námskeiði sem haldið er fyrir þá 18 verkefnisstjóra á Íslandi sem eru faglegir leiðbeinendur í 45 grunnskólum í landinu. Kennarar frá Olweusarmiðstöðinni í Björgvin voru Reidar Thyholdt, sálfræðingur og yfirverkefnisstjóri og André Baraldsnes sérfræðingur. Fyrsta námskeið fyrir verkefnisstjórana var haldið í Reykholti vorið 2002 og frá hausti 2002 hafa grunnskólarnir sem…