Verkefnisstjórar maí 2006

Menntun verkefnisstjóra. Nýr hópur tekinn inn í haust.

Myndin sýnir hóp verkefnisstjóra (og kennara) í Olweusarverkefninu sem útskrifuðust í maí sl. eftir að hafa sótt menntun frá hausti 2004. Í haust hefst næsta lota og eru skólar hvattir til að tilkynna þátttöku til framkvæmdastjóra verkefnisins. Auk nýrra skóla geta skólar sem þegar eru með í verkefninu einnig tilnefnt kandídata. Töluverð hreyfing er á…

Nýtt verkefni í Olweusaráætlunni gegn einelti við upphaf næsta skólaárs

Mikill áhugi er meðal grunnskóla og sveitarfélaga að taka þátt í verkefninu og er gert ráð fyrir að allt að 35 grunnskólar geti hafið vinnu samkvæmt Olweusaráætluninni haustið 2006 til tveggja skólaára. 18. maí 2006 var undirritaður verksamningur milli samstarfsaðila sem tryggir sameiginlegan rekstur eineltisáætlunarinnar til loka árs 2008. Það er þessi tímamótasamningur sem gerir…

… og önnur tímamót. Útskrift 13 verkefnisstjóra

13 verkefnisstjóri sem hafa með höndum faglega stjórnun í grunnskólum um allt land hafa lokið námi í Olweusarfræðunum og útskrifuðust með pompi og prakt í húsakynnum Kennaraháskóla Íslands. Alls hafa 31 verkefnisstjórar útskrifast í Olweusarverkefninu frá upphafi, 2002. Ákveðið hefur verið að hrinda af stað nýju verkefni í Olweusaráætlunni gegn einelti við upphaf næsta skólaárs.…

Tímamót í Olweusarverkefninu á Íslandi

Með undirritun verksamnings hefur rekstur Olweusarverkefnisns gegn einelti verið tryggður til ársloka 2008-2009. Í næstu viku verður auglýst eftir skólum sem vilja hefja innleiðingu eineltisáætlunarinnar og menntun verkefnisstjóra getur hafist. Þegar hafa um tugur skóla lýst yfir áhuga á að taka þátt. Í nóvember 2006 verður stóra eineltiskönnunin lögð fyrir í öllum nýju skólunum og…

Róttækar tillögur um eineltisaðgerðir: ALLIR SKÓLAR Í SVÍÞJÓÐ INNLEIÐI AÐGERÐARÁÆTLANIR GEGN EINELTI

Svíar ætla að skylda alla grunnskóla til að innleiða aðgerðaráætlanir sem byggja á niðurstöðum staðfestum í rannsóknum. Hafa sænskir fyrirmynd af aðgerðum á Íslandi og horft sérstaklega til árangurs í grunnskólum hér í Olweusarverkefninu gegn einelti og andfélagslegu atferli. Það er samfylking borgaralegu flokkanna sem leggja í dag fram ítarlega stefnu í menntamálum. Er skýr…

Fleiri skrifa um einelti

Þeim nemendum fjölgar sem skrifa um einelti í lokaritgerðum sínum í háskólanámi. Þá eru rannsóknarverkefni í gangi þar sem líðan nemenda – sérstaklega eineltið – er viðfangsefnið. Þetta á við nemendur í kennaranámi og í félagsvísindagreinum. Sérstaklega er eftirtektarvert að nemendur í leikskólanámi gefa eineltinu gaum, og er það í samræmi við þann áhuga sem…

Gleðileg jól

Við óskum öllum þeim sem taka þátt í Olweusarverkefninu gegn einelti gleðilegra jóla og gæfu á nýju ári. Árangur ykkar er sýnilegasti vitnisburður um hægt er að ná miklum árangri í baráttunni gegn einelti – og skapa þær aðstæður í skólum landsins að einelti þrífist ekki og bæta þannig líðan nemenda og allra sem vinna…