Fréttir

Með undirritun verksamnings hefur rekstur Olweusarverkefnisns gegn einelti verið tryggður til ársloka 2008-2009. Í næstu viku verður auglýst eftir skólum sem vilja hefja innleiðingu eineltisáætlunarinnar og menntun verkefnisstjóra getur hafist. Þegar hafa um tugur skóla lýst yfir áhuga á að taka þátt. Í nóvember 2006 verður stóra eineltiskönnunin lögð fyrir í öllum nýju skólunum og þeim um 60-70 skólum sem eru þegar virkir þátttakendur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, Hanna Hjartardóttir, formaður skólastjórafélagsins, fyrir hönd Kennarasambands Íslands og Þorlákur H. Helgason, framkvæmdastjóri Olweusarverkefnisins á Íslandi, rituðu undir verksamninginn sem nær til áranna 2006, 2007 og 2008.