Fréttir

13 verkefnisstjóri sem hafa með höndum faglega stjórnun í grunnskólum um allt land hafa lokið námi í Olweusarfræðunum og útskrifuðust með pompi og prakt í húsakynnum Kennaraháskóla Íslands. Alls hafa 31 verkefnisstjórar útskrifast í Olweusarverkefninu frá upphafi, 2002. Ákveðið hefur verið að hrinda af stað nýju verkefni í Olweusaráætlunni gegn einelti við upphaf næsta skólaárs. Þá munu a.m.k. 15 nýir verkefnisstjórar hefja nám.

Verkefnisstjóri er faglegur leiðbeinandi Olweusaráætlunarinnar. Hann/hún er í allt að 25% starfi við að sinna þeim skólum sem falla undir faglega stjórn í eineltisverkefninu.
Verkefnisstjóri nýtur kennslu á vegum verkefnisins í 7-8 lotum á tímabilinu 2006-2008.
Starf verkefnisstjóra felst í að styðja skólastjórnendur og annað starfslið við að koma áætluninni á og fylgjast með gangi hennar á tímabilinu og vera ráðgjafi á tímabilinu. Meðal þess sem verkefnisstjóri hefur á hendi er að kenna oddvitunum og lykilmönnum (oddviti getur einnig verið lykilmaður í sínum skóla), leiða nýtt fólk (á hverju hausti) inn í sannleikann og vera almennt til taks m.a. sem ráðgjafi við úrlausn einstakra eineltismál. Þá er verkefnisstjóri tengill áætlunarinnar við framkvæmdastjóra verkefnisins og við oddvita í samstarfsskólum. Verkefnisstjóri er ekki framkvæmdalegur stjórnandi í skólunum. Hér gegnir skólastjóri (eða annar skólastjórnandi) lykilhlutverki og oddviti er eins konar verkstjóri í eineltisáætluninni.