Fréttir

Mikill áhugi er meðal grunnskóla og sveitarfélaga að taka þátt í verkefninu og er gert ráð fyrir að allt að 35 grunnskólar geti hafið vinnu samkvæmt Olweusaráætluninni haustið 2006 til tveggja skólaára. 18. maí 2006 var undirritaður verksamningur milli samstarfsaðila sem tryggir sameiginlegan rekstur eineltisáætlunarinnar til loka árs 2008. Það er þessi tímamótasamningur sem gerir kleyft að nýir grunnskólar geti hafið innleiðingu verkefnisins. Umsóknir skóla um þátttöku í Olweusaráætluninni gegn einelti skólaárin 2006 – 2008 þurfa að berast í tölvupósti til Þorláks H. Helgasonar framkvæmdastjóra Olweusarverkefnisins fyrir 20. júní 2006 og veitir hann allar frekari upplýsingar. Netfangið er thorlakur@khi.is

Ákveðið hefur verið að hrinda af stað nýju verkefni í Olweusaráætlunni gegn einelti við upphaf næsta skólaárs.

Þegar hafa 70 grunnskólar með um helming grunnskólanemenda í landinu lokið innleiðingu verkefnisins og er mikill áhugi meðal grunnskóla og sveitarfélaga að taka þátt í verkefninu. Gert er ráð fyrir að allt að 35 grunnskólar geti hafið vinnu samkvæmt Olweusaráætluninni haustið 2006 til tveggja skólaára.

18. maí 2006 var undirritaður verksamningur milli samstarfsaðila sem tryggir sameiginlegan rekstur eineltisáætlunarinnar til loka árs 2008.

Olweusarverkefnið er unnið í samstarfi menntamálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambands Íslands, samtakanna Heimilis og skóla og með stuðningi Kennaraháskóla Íslands og Námsgagnastofnunar.

Umsóknir skóla um þátttöku í Olweusaráætluninni gegn einelti skólaárin 2006 – 2008 þurfa að berast í tölvupósti til Þorláks H. Helgasonar framkvæmdastjóra Olweusarverkefnisins fyrir 20. júní 2006 og veitir hann allar frekari upplýsingar. Netfangið er thorlakur@khi.is

Ýmsar upplýsingar um Olweusarverkefnið eru aðgengilegar á heimasíðu verkefnisins, www.olweus.is.

Þorlákur H. Helgason