„Við höfum gengið til góðs“

Opið málþing í Neskirkju og Hagaskóla 22. nóvember kl. 9-16 Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 18. nóvember. Olweusaráætlunin fagnar áratug á Íslandi. Við viljum líta yfir farinn veg og miðla af reynslu. Málþingið er opið öllum sem áhuga hafa á velferð. Verið öll velkomin. Við opnum klukkan 8.20 með kaffi og spjalli. Meðal erinda í sal…

Viðurkenning á degi gegn einelti

Viðurkenning á degi gegn einelti 2013

Í dag, 8. nóvember 2013, er árlegur baráttudagur gegn einelti. Í tilefni dagsins hefur verkefnastjórn um aðgerðir gegn einelti ákveðið að veita Þorláki Helgasyni framkvæmdastjóra Olweusarverkefnisins gegn einelti viðurkenningu  fyrir ötult starf í baráttunni gegn einelti í skólasamfélaginu. Viðurkenning fyrir starf gegn einelti var veitt í fyrsta skipti í fyrra þegar kvennalandsliðið í knattspyrnu fékk hana fyrir…

Menningar- og Menntamálaráðuneytið

Mennta– og Menningamálaráðuneyti

Olweusarverkefnið er unnið í samstarfi menntamálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambands Íslands og Heimilis og skóla. Að auki er Kennaraháskóli Íslands stuðningsaðili. Markmiðið er að styrkja og fræða skólasamfélagið eftir Olweusarkerfinu til að geta betur komið í veg fyrir og tekist á við einelti. Verkefnið felst fyrst og fremst í að aðstoða skóla við að byggja…

Pokasjóður

Pokasjóður, sem áður hét Umhverfissjóður verslunarinnar úthlutar styrkjum til verkefna sem heyra undir almannaheill. Má þar nefna verkefni eins og umhverfismál, menningarmál, listir, íþróttir og mannúðarmál. Pokasjóður fær tekjur af sölu plastburðarpoka í verslunum. Pokasjóður skiptist í tvær deildir, þ.e. annars vegar sameignarsjóð og hins vegar séreignarsjóð. Í sameignarsjóð greiðir hver verslun sem tekur þátt…

Vissir þú að

Strákar eiga miklu frekar á hættu að verða lagðir í einelti af sér eldri strákum en stelpurnar af eldri stelpum eða strákum.

Málþing um Olweusaráætlunina.

Staður: Neskirkja, Reykjavík 22. nóvember 2013 klukkan 9-16. Málþingið er opið öllu áhugafólki. Kæru skólastjórnendur Það er mér sönn ánægja að kalla til opins málþings um Olweusaráætlunina gegn einelti. Rúmur áratugur er að baki og frá mörgu að segja og fræðast um. Árangur okkar, viðhorfsbreytingar, vinnubrögð, samstarf, vinnuferli, glíman við lausnir, reynslusögur, … allt er…

Grunnskólinn í Borgarnesi – um einelti

Einelti af öllu tagi er ekki liðið í Grunnskólanum í Borgarnesi og samrýmist ekki gildum og áherslum í skólastarfinu.  Allra leiða er leitað til þess að fyrirbyggja það  og bregðast við því á skipulegan hátt.  Að vinna gegn einelti er langtímaáætlun sem byggir á skipulegu forvarnarstarfi, jákvæðum skólabrag og góðum bekkjaranda. Hvað er einelti? Einelti…

Hvernig tekið er á einelti í Njarðvíkurskóla

Dan Olweus er talinn einn fremsti sérfræðingur í einelti. Við höfum nýtt okkur hans hugmyndir eins og margir fleiri skólar. Tilvísanir í bækur hans um efnið eru hér fyrir ofan. Stefnuyfirlýsing: Starfsfólk Njarðvíkurskóla lýsir því yfir að hvorki einelti né annað ofbeldi verður liðið í skólanum. Leitað verður allra ráða til að fyrirbyggja einelti og…

Eineltisáætlunin í 10 ár

Áratugur að baki í Olweusaráætluninni. Kærar kveðjur til ykkar allra sem hafið lagt ykkur fram. Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Pokasjóður eru mikilvægir fjárhagslegir bakhjarlar. Þá hafa Háskóli Íslands og Námsgagnastofnun stuttt okkur. Um 90 grunnskólar um allt land með um 150 þúsund nemendur, þúsundir starfsmanna skólanna og foreldrar hafa lagt sig fram. Árangurinn er líka…

Prentmet

Prentmet er ein framsæknasta prentsmiðja landsins með alhliða þjónustu og frábært starfsfólk. Helstu einkenni Prentmets eru hraði, gæði og persónuleg þjónusta. Fyrirtækið er þekkt fyrir að leysa málin og standa við gefin loforð. Stefnt er að því að ná sterkri markaðshlutdeild til að tryggja eðlilega samkeppni, hátt þjónustustig og faglegan metnað. Prentmet byggir á sterkri…