Eineltiskönnunin!

Gleðilegt og gjöfugt ár! Hin árlega eineltiskönnun í Olweusaráætluninni er lögð fyrir nemendur í 5. til 10. bekk. Skólar geta einnig lagt hana fyrir nemendur í 4. bekk – og vinna þá sér úr niðurstöðum til að glöggva sig á stöðu mála. Könnunin er mikilvægur þáttur í vinnu skólanna fyrir bættum hag nemenda og allra…

Opinn fundur verkefnastjóra föstudag 15. nóvember.

Verkefnastjórar í Olweusarverkefninu hittast næstkomandi föstudag. Í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík. Þarna er upplagt tækifæri að fræðast um gang mála í öðrum skólum. Og hver um sig kynnir það sem er að gerast í sínum skóla. Þatta er sannarlega lærdómsstund. Fræðandi og kennsla eins og hún gerist best! Eins og áður eru áhugasamir…

Græni kallinn baðaður í blómum!

8. nóvember í Grenivík ] “Hér í Grenivíkurskóla hittumst við á samveru. Ég talaði um daginn í dag, mikilvægi þess að vera umhugað um aðra og mikilvægt að eiga vini,” segir Heiða Björk Pétursdóttir, verkefnastjóri Olweusaráætlunarinnar í  Grenivíkurskóla. “Nemendur í 1. bekk og nýir kennarar settu blóm á græna kallinn okkar á veggnum (sem við…

Styttist í árlega eineltiskönnun

Á hverju ári leggjum við könnun fyrir nemendur í 5.-10. bekk í grunnskólum sem fylgja eineltisáætlun Olweusar. Niðurstöður könnunarinnar (sem er mjög víðtæk) eru mikilvægar fyrir skóla til að glöggva sig á stöðu nemenda í skólanum. Unnið er úr niðurstöðum og þær eru vegarnesti út skólaárið. Gert er ráð fyri að næst verði könnunin lögð…

Verum virk.

Viðtöl við alla nemendur í skólanum, skönnun árgangs eða bekkjar á vissu skeiði, sér námskeið fyrir nemendur, nýjar áherslur í samskiptum og samvinnu með foreldrum … Olweusaráætunin er eins og annað starf í skólasamfélaginu á ábyrgð skólastjóra. Til að viðhalda áætluninni og styrkja er mikilvægt að starfsmenn séu sífellt á tánum. Virkni er veigamikill þáttur.…

Verkefnisstjóri er í lykilhlutverki í Olweusaráætluninni.

Verkefnastjórar. Þegar skóli sækir um þátttöku í Olweuaráætluninni er verkefnastjóri tilnefndur. Hann/hún er faglegur leiðbeinandi í skólanum. Verkefnastjóri er innritaður á námskeið verkefnastjóra sem tekur tvö ár í átta staðlotum, samtals 11 daga. Verkefnastjóri hefur umsjón með uppfræðslu starfsmanna og er skólastjórnendum til halds og trausts við innleiðingu áætlunarinnar. Verkefnastjóri getur verið starfsmaður utan skóla…

Höldum bekkjarfundi með foreldrum!

Í Olweusaráætluninni gegn einelti gegna bekkjarfundir veigamiklu hlutverki. Bekkjarfundur er trúnaðarfundur með nemendum. Í seinni tíð hafa skólar farið í ríkari mæli að nýta aðferðafræði bekkjarfundafyrirkomulagsins til að ræða við foreldra. Halda sem sagt bekkjarfundi með foreldrum. Formið er upplagt, Reglur eru á sömu nótum sem hjá nemendum. Trúnaður gildir. Hömpum góðum dæmum um skólasamfélagið.…