Ein í hverjum bekk segir eineltið hafa verið óbærilegt

Tæplega 7% stelpna í 5.-10. bekk segir eineltið sem þær hafi lent í hafa verið vont, særandi eða jafnvel hræðilegt. 3% strákanna er sama sinnis.  Hjá stelpunum samsvarar það að ein af hverjum 16 stelpum eða að jafnaði ein í hverjum bekk hafi lent í mjög erfiðum eineltismálum. Flest kvarta undan gríni, uppnefni eða stríðni…

Hvað liggur þér á hjarta?

Olweusaráætlunin er ómetanlegt verkfæri. Það væri fróðlegt að heyra frá foreldrum um stöðu mála. Um reynsluna af eigin skólagöngu og hvaða áhrif sá tími hafði á þig. Einnig um fyrirmyndar vinnu í skólanum. Er skólinn þinn í Olweusaráætluninni? Hafðu samband á netfanginu torlakur@hi.is

Samfélagið

Skólasamfélagið eru allir sem koma að menntun og uppeldi barnanna og nemendur sjálfir. Þau mynda sameiginlega góðan skólabrag og bekkjaranda. Bragur skólans ber þessi einkenni: Hlýja, einlægur áhugi og alúð hinna fullorðnu. Ákveðnir rammar gegn óviðunandi hegðun. Neikvæð viðurlög liggja við brotum. Þau eru á engan hátt niðurlægjandi né líkamleg. Hinir fullorðnu í skólanum og…

Hvers vegna eineltisáætlun?

Olweusaráætlunin gegn einelti skipar ákveðinn sess meðal verkefna sem beitt er gegn andfélagslegri hegðun og fyrir bættum skólabrag. Olweusaráætlunin er heildstæð og nær til allra kima skólasamfélagsins. Hún hefur það í sér sem rannsóknir segja nauðsynlegt eigi að ná árangri; kallar alla til kerfisbundinna verka, starfsmenn skóla, nemendur og forráðamenn nemenda. Þá teygir hún anga…

Hvað er einelti?

Við tölum um EINELTI þagar einstaklingur verður aftur og aftur fyrir neikvæðu og óþægilegu áreiti eins eða fleiri og viðkomandi á erfitt með að verja sig. Um getur verið að ræða grín, högg eða spörk, uppnefni eða blótsyrði, niðurlægjandi og háðslegar athugasemdir, hótanir og rógburður sem er til þess ætlað að láta öðrum líkja illa…

28% allar grunnskólanema í Olweusaráætluninni

28% allar grunnskólanema á íslandi eru í grunnskólum sem taka virka þátt   í Olweusaráætluninni gegn eineinelti. Eineltiskönnun stendur nú yfir í 4. – 10. bekk og skipta niðurstöður miklu máli um framhald starfsins í hverjum skóla fyrir sig. Könnun er mjög ítarleg og nýtist skólunum vel.

Vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi

Morgundagurinn, 18. nóvember, er helgaður vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi. Stýrihópur þriggja ráðuneyta um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess, Barnaverndarstofa og umboðsmaður barna hvetja til þess að sérstök mynd sem send var með bréfi til fjölmargra aðila verði sýnd sem víðast. “Þannig stuðlum við að aukinni umræðu og samfélagsvitund um kynferðislegt ofbeldi.” Tökum höndum saman og…